Skógarbændur í kvöldgöngu að Lyngholti
Að þessu sinni var skoðunarefnið trjátilraunir sem þar standa, alls 7 tilraunir á 4 hekturum, auk gamla grenireitsins við Fellsenda.
Kaffi og kruðerý á eftir.
Skemmtilegt kvöld !...
Meira
Á Þingeyri er fallegt og skemmtilegt hljóðfærasafn sem rekið er af Jóni Sigurðssyni. Jón segist hafa byrjað með safnið fyrir um þremur til fjórum árum í bílskúrnum heima, en sökum vaxtar og viðgangs hafi hann nú flutt safnið í húsnæði við Hafnarstræti. Jón hefur einnig verið að fást við hljóðfærasmíði á liðnum árum og er íslenska langspilið þar langvinsælast.
...Eiginkona Jóhannesar var Helga Samsonardóttir, f. 18.11. 1856, d. 13.5. 1949, húsfreyja. Foreldrar hennar voru Samson Samsonarson, trésmiður og hreppstjóri á Brekku í Dýrafirði, og k.h. Ósk Gunnarsdóttir. Börn Jóhannesar og Helgu: Sigurður, Gunnar Andrew, Fríða, Leifur, Óskar og Ingibjörg Ólöf, sem lést ung. Gunnar var kennari á Ísafirði en hin systkinin bjuggu á Þingeyri.
...Á Alþingi er eitthvað að. Ekki þarf að fylgjast lengi með störfum samkomunnar til að sjá að þar vantar einhvern neista. Sumir innanbúðarmenn kunna ekki kurteisi og fleira er þar mótdrægt. Á Alþingi vantar til dæmis meiri léttleika í bland við alla alvöruna. Góð var tillagan sem kom fram um daginn: Þingmenn ættu að taka lagið í upphafi þingfunda, Öxar við ána, Litla flugan og svona!
Húmoristar virðast fjarri góðu gamni. Allt of margir þumbarar. Samkoman virkar á mann eins og Grímur Thomsen sagði: Svipþyrping sækir þing.
...Verðlisti:
Fullorðins armband án balls--- 3.000kr
Fullorðins armband með balli -- 5.000kr
Barna armband (6-16 ára)---1.500k
Ballmiði við dyrnar kostar 3.000kr
Leiksýning við dyrnar kostar 2.000kr
Kirkjutónleikar við dyrnar kosta 1.500kr
Hægt verður að nálgast armbönd í Upplýsingamiðstöðinni Koltru og einnig verður gengið í hús með þau.