A A A
  • 1975 - Marta Sierzputowska
  • 1995 - Salóme Björt Kjerúlf
  • 1997 - Heiðdís Birta Jónsdóttir
  • 1997 - Hafdís Katla Jónsdóttir
03.07.2015 - 09:16 | Sæmundur Þorvaldsson,BIB

Skógarbændur í kvöldgöngu að Lyngholti

Frá skógargöngunni í Lyngholti, Dýrafirði.
Frá skógargöngunni í Lyngholti, Dýrafirði.
15 gestir mættu til skógargöngu í Lyngholti, Dýrafirði þann 1. júlí 2015. 
Að þessu sinni var skoðunarefnið trjátilraunir sem þar standa, alls 7 tilraunir á 4 hekturum, auk gamla grenireitsins við Fellsenda. 
Kaffi og kruðerý á eftir. 
Skemmtilegt kvöld !...
Meira
03.07.2015 - 09:10 | BIB,skutull.is

Snerpa setur upp vefmyndavél á Hrafnseyri

Hrafnseyri við Arnarfjörð, með útsýni. Mynd VJH.
Hrafnseyri við Arnarfjörð, með útsýni. Mynd VJH.
Tölvufyrirtækið Snerpa á Ísafirði hefur nú gangsett vefmyndavél á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Myndavélin er staðsett á aðalbyggingunni og vísar yfir hlaðið á Hrafnseyri og yfir Arnarfjörð til suðvesturs í átt til Bíldudals og Ketildala. Hægt er að sjá útsýnið frá Hrafnseyri, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar alla daga árið um kring í gegnum myndavél Snerpu hér á netinu
ásamt veðurupplýsingum. Á vef Snerpu eru líka myndavélar sem sýna Ísafjörð frá þremur sjónarhornum, Bíldudal og Dýrafjörð. Þar má alltaf fylgjast með veðurblíðunni, alla daga ársins!...
Meira
02.07.2015 - 21:50 | BIB,bb.is

Dýrafjarðardagar um helgina

Dýrafjörður.
Dýrafjörður.
Bæjarhátíðin Dýrafjarðardagar verður sett kl. 18 á morgun að Gili í Dýrafirði. 
Fjölbreytt dagskrá verður í boði á hátíðinni sem stendur fram á sunnudag. Meðal dagskrárliða má nefna sýningu heimildarmyndarinnar Dýrafjörður sem sýnd verður kl. 16:30 á morgun, þriðja stigamót BLÍ í strandblaki sem fram fer á strandblakvellinum við sundlaugina á staðnum kl. 17. Dagskrárliðurinn Hetjur á Vestfjörðum fer fram á Gíslastöðum í Haukadal kl. 20:30 annað kvöld en þar mun Óttar Guðmundsson geðlæknir, geðgreina Gísla Súrsson og aðra vestfirska kappa. Sett verður upp sápurennibraut við sundlaugina og boðið verður upp á sundlaugardiskó og fatasunddiskó. Opið verður í Simbahöllinni og á Hótel Sandafelli til kl. 03....
Meira
02.07.2015 - 07:07 | Fréttablaðið,BIB

Þær auðvitað bara bráðnuðu báðar tvær

 Hljóðfærasafnið á Þingeyri. Ljósm.: Fréttablaðið.
Hljóðfærasafnið á Þingeyri. Ljósm.: Fréttablaðið.
« 1 af 3 »
Jón Sigurðsson rekur hljóðfærasafn og hljóðfærasmíði á Þingeyri og íslenska langspilið er vinsælt á meðal kaupenda, bæði Íslendinga sem útlendinga.

Á Þingeyri er fallegt og skemmtilegt hljóðfærasafn sem rekið er af Jóni Sigurðssyni. Jón segist hafa byrjað með safnið fyrir um þremur til fjórum árum í bílskúrnum heima, en sökum vaxtar og viðgangs hafi hann nú flutt safnið í húsnæði við Hafnarstræti. Jón hefur einnig verið að fást við hljóðfærasmíði á liðnum árum og er íslenska langspilið þar langvinsælast.

...
Meira
02.07.2015 - 06:58 | Morgunblaðið,BIB

Merkir Íslendingar - Jóhannes Ólafsson

Jóhannes Ólafsson.
Jóhannes Ólafsson.
Jóhannes Ólafsson fæddist í Haukadal við Dýrafjörð 2. júlí 1859. Foreldrar hans voru Ólafur Jónsson, f. 11.6. 1819, d. 31.12. 1899, bóndi þar, og k.h. Ingibjörg Jónsdóttir, f. 16.5. 1823, d. 24.6. 1911 húsfreyja, dóttir Jóns Bjarnasonar í Stapadal. Jóhannes átti átta systkini og var nafnkunnast þeirra Matthías Ólafsson alþingismaður.

Eiginkona Jóhannesar var Helga Samsonardóttir, f. 18.11. 1856, d. 13.5. 1949, húsfreyja. Foreldrar hennar voru Samson Samsonarson, trésmiður og hreppstjóri á Brekku í Dýrafirði, og k.h. Ósk Gunnarsdóttir. Börn Jóhannesar og Helgu: Sigurður, Gunnar Andrew, Fríða, Leifur, Óskar og Ingibjörg Ólöf, sem lést ung. Gunnar var kennari á Ísafirði en hin systkinin bjuggu á Þingeyri.

...
Meira
01.07.2015 - 20:53 | Hallgrímur Sveinsson

Það vantar fleiri húmorista á Alþingi!

Alþingishúsið við Austurvöll.
Alþingishúsið við Austurvöll.
« 1 af 3 »

Á Alþingi er eitthvað að. Ekki þarf að fylgjast lengi með störfum samkomunnar til að sjá að þar vantar einhvern neista. Sumir innanbúðarmenn kunna ekki kurteisi og fleira er þar mótdrægt. Á Alþingi vantar til dæmis meiri léttleika í bland við alla alvöruna. Góð var tillagan sem kom fram um daginn: Þingmenn ættu að taka lagið í upphafi þingfunda, Öxar við ána, Litla flugan og svona!


   Húmoristar virðast fjarri góðu gamni. Allt of margir þumbarar. Samkoman virkar á mann eins og Grímur Thomsen sagði: Svipþyrping sækir þing.

...
Meira
01.07.2015 - 07:31 | BIB,Agnes Sólmundsdóttir

Dagskrá Dýrafjarðardaga 2015

Verðlisti:


 Fullorðins armband án balls--- 3.000kr


 Fullorðins armband með balli -- 5.000kr 


Barna armband (6-16 ára)---1.500k
Ballmiði við dyrnar kostar 3.000kr
Leiksýning við dyrnar kostar 2.000kr
Kirkjutónleikar við dyrnar kosta 1.500kr
Hægt verður  að nálgast armbönd í Upplýsingamiðstöðinni Koltru og einnig verður gengið í hús með þau.

...
Meira
01.07.2015 - 06:56 | Edinborgarhúsið,BIB

Spánverjavígin 1615 - Opnun sýningar - Basknesk þjóðlög

Myndin Dýrafjarðarslagur eftir Guillermo Zubiaga.
Myndin Dýrafjarðarslagur eftir Guillermo Zubiaga.
Sýningin um Spánverjavígin 1615 hefur verið sett upp Í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í tilefni af því að 400 ár eru í haust liðin frá þessum hrottalegu vígum sem áttu sér stað í Ísafjarðardjúpi og Fjallaskaga í Dýrafirði. 
Sýningin verður opnuð kl. 16 laugardaginn 4. júlí 2015.
Baskneski listamaðurinn Guillermo Zubiaga teiknar átta myndir sem sýna helstu atriði sögunnar. Sigrún Antonsdóttir skrifaði textann. Úlfur Kolka hannaði sýningarspjöldin...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31