“Suma vantar alltaf allt”
Úr nýju Vestfjarðatíðindunum:
“Suma vantar alltaf allt, en aðra skortir aldrei neitt, en samt eru þeir jafnilla staddir. Það er eins og sumir menn séu jafnfátækir hvað mikla peninga sem þeir eiga.”
Svo sagði Vestfirðingurinn Steinn Steinarr (1908-1958) í viðtali við Matthías Johannessen í M Samtöl V, en í því verki má segja að sé nokkurs konar Íslandssaga í hnotskurn á 19. og 20. öld. Hér hittir skáldið naglann á höfuðið sem oftar og er mikið íhugunarefni fyrir þjóð sem veit ekki sitt rjúkandi ráð, en vantar alltaf allt sama hvað hún eignast mikið. Í umræddu verki Matthíasar, sem allir ættu að lesa, er samankomin í fimm bókum þjóðarsálin sjálf. Þar ræðir hann við fólk sem kynntist baráttunni við allsleysið vel. Einnig marga sem fæddust með silfurskeið í munni. Í einu orði sagt stórkostleg samtöl.
Hallgrímur Sveinsson - Vestfirska forlagið