30.06.2015 - 08:04 | BIB,bb.is
Dýrafjarðardagar settir á fimmtudag - 2. júlí 2015
Bæjarhátíðin Dýrafjarðardagar verður sett kl. 18 á fimmtudag, 2. júlí 2015. Rétt er - Dýrafjarðardagar verða settir á föstudeginum 3. júlí klukkan 18:00!
Að þessu sinni fer setningarathöfnin fram á Gili í Dýrafirði, til heiðurs Oddi Jónssyni bónda á Gili, sem stundaði þar búskap þar til hans lést 71 árs að aldri, árið 1998. Dætur hans, Kristín og Valgerður Oddsdætur lesa upp úr nýútkominni bók sinni, sem inniheldur ljóð og vísur eftir föður þeirra. Bókin heitir „Já elskan mín“.
Oddur var mikill hagyrðingur og eftir hann liggur fjöldi vísna og ljóða. Yrkisefnin voru af ýmsum toga, náttúran í Dýrafirði, samferðafólk hans, lífið í sveitinni, búskapurinn, þjóðfélagsmálin og fjölskyldan. Oddur hafði gaman af að kveðast á við vini og kunningja og allnokkuð af þeim kveðskap hefur varðveist. Fyrir vikið er kveðskapur Odds merkileg samtímaheimild og spegill á samfélag og mannlíf sem einkenndi Dýrafjörð og Vestfirði á þeim tíma sem Oddur lifði.
Einnig verða tónlistaratriði, m.a. harmonikkuleikur og Gilsarar taka lagið.
Léttar veitingar verða á Gili við setningarathöfnina.
Að þessu sinni fer setningarathöfnin fram á Gili í Dýrafirði, til heiðurs Oddi Jónssyni bónda á Gili, sem stundaði þar búskap þar til hans lést 71 árs að aldri, árið 1998. Dætur hans, Kristín og Valgerður Oddsdætur lesa upp úr nýútkominni bók sinni, sem inniheldur ljóð og vísur eftir föður þeirra. Bókin heitir „Já elskan mín“.
Oddur var mikill hagyrðingur og eftir hann liggur fjöldi vísna og ljóða. Yrkisefnin voru af ýmsum toga, náttúran í Dýrafirði, samferðafólk hans, lífið í sveitinni, búskapurinn, þjóðfélagsmálin og fjölskyldan. Oddur hafði gaman af að kveðast á við vini og kunningja og allnokkuð af þeim kveðskap hefur varðveist. Fyrir vikið er kveðskapur Odds merkileg samtímaheimild og spegill á samfélag og mannlíf sem einkenndi Dýrafjörð og Vestfirði á þeim tíma sem Oddur lifði.
Einnig verða tónlistaratriði, m.a. harmonikkuleikur og Gilsarar taka lagið.
Léttar veitingar verða á Gili við setningarathöfnina.