A A A
  • 1975 - Marta Sierzputowska
  • 1995 - Salóme Björt Kjerúlf
  • 1997 - Heiđdís Birta Jónsdóttir
  • 1997 - Hafdís Katla Jónsdóttir
07.07.2015 - 21:16 | Björn Ingi Bjarnason

7. júlí 2015 – Afmćlisbarn dagsins - Ţröstur Sigtryggsson

Ţröstur Sigtryggsson.
Ţröstur Sigtryggsson.

Dýrfirðingurinn Þröstur Sigtryggsson er þekktastur sem skipherra hjá Landhelgisgæslunni.
Hann hefur gert fleira um dagana en að stjórna varðskipum í þorskastríðum, m.a. hefur hann samið mörg góð lög.


Þröstur fæddist að Núpi í Dýrafirði 7.júlí 1929 og ólst þar upp.
Foreldrar hans voru Sigtryggur Guðlaugsson prestur og skólastjóri og kona hans Hjaltlína Margrét Guðjónsdóttir kennari.

...
Meira
07.07.2015 - 20:42 | Hallgrímur Sveinsson

Rúgbrauđiđ međ reykta silungnum slćr í gegn!

Ekki er annađ ađ sjá en dömurnar séu lukkulegar í eldhúsinu hjá Eiríki hótelhaldara. Enda er ađstađa öll ţar til fyrir myndar. Frá vinstri: Ágústa Pálína Guđjónsdóttir, Pálína Fćrseth og Natalía Snorradóttir. Ljósm. H. S.
Ekki er annađ ađ sjá en dömurnar séu lukkulegar í eldhúsinu hjá Eiríki hótelhaldara. Enda er ađstađa öll ţar til fyrir myndar. Frá vinstri: Ágústa Pálína Guđjónsdóttir, Pálína Fćrseth og Natalía Snorradóttir. Ljósm. H. S.
« 1 af 5 »

Hótel Sandafell í sókn -
Hann brá sér til Reykjavíkur í vor hann Eiríkur hótelhaldari á Hótel Sandafelli á Þingeyri. Sótti þangað tvær flottar konur til að sjá um reksturinn. Þetta eru þær Bergþóra Haukdal Hákonardóttir, sem er hótelstjóri og Pálína Færseth, sem er aðstoðarhótelstjóri. Bergþóra er ættuð úr Haukadal. Meira að segja frænka hennar Ólafíu okkar. Pálína er aftur á móti frá Siglufirði. Það er gott til þess að vita að atgervisflóttinn er ekki bara á annan veginn. Yfirleitt er það okkar fólk sem flytur burt og gerir garðinn frægan í höfuðborginni og víðar. Kemur svo varla til baka nema sem gestir.


   Það er ánægjulegt að koma á Hótel Sandafell.

...
Meira
07.07.2015 - 06:53 | BIB,Morgunblađiđ

Bátur og blóm á Ţingeyri

Blámi náttúrunnar. Ljósm.: Árni Sćberg.
Blámi náttúrunnar. Ljósm.: Árni Sćberg.
Blámi náttúrunnar 
Litir hafs og blóma tóna vel saman þar sem þessi litli blái bátur kúrir í lúpínubreiðu sem umlykur hann á Þingeyri. 
Hann bíður þess að verða siglt um höfin....
Meira
06.07.2015 - 21:19 | bb.is,BIB

Dýrđlegir Dýrafjarđardagar

Keppt var í strandblaki á Dýrafjarđardögum. Ljósm.: Páll S. Önundarson.
Keppt var í strandblaki á Dýrafjarđardögum. Ljósm.: Páll S. Önundarson.
Fjölmenni sótti Dýrafjarðardaga heim um helgina en hátíðin fór fram í blíðskaparveðri. 
Sigríður Hlín Jónsdóttir setti hátíðina að Gili í Dýrafirði en þar lásu einnig systurnar Kristín og Valgerður Oddsdætur upp úr nýútkominni bók sinni „Já, elskan mín“ sem inniheldur ljóð og vísur eftir föður þeirra, Odd Jónsson frá Gili. Gestum var síðan boðið upp á plokkfisk áður en haldið var til Þingeyrar þar sem fjölbreytt skemmtun var í boði.
Heimildarmyndin „Dýrafjörður“ eftir hjónin Philip Carrel og Loralee Grace var sýnd....
Meira
06.07.2015 - 06:53 | BIB,Eyţór Eđvarđsson

Fornminjar á Fjallaskaga eru ađ skemmast

Loftmynd eftir Egil Ibsen af verbúđunum á Fjallaskaga.
Loftmynd eftir Egil Ibsen af verbúđunum á Fjallaskaga.
« 1 af 3 »
Fornminjafélag Súgandafjarðar fór á dögunum út á Fjallaskaga til að taka myndir af fornminjum þar við sjávarsíðuna.
Ástand fornminjanna sem þar eru er ekki gott.
Sjórinn er farinn að taka af minjunum og eyðileggja jarðlögin.
Sumar eru í góðu lagi, sérstaklega þær sem standa hærra en aðrar mjög illa farnar.
...
Meira
05.07.2015 - 17:40 | Ţorbergur Steinn Leifsson,Björn Ingi Bjarnason

Ganga á Mýrafelliđ

Séđ af Mýrafelli í morgun og inn Dýrafjörđ. Ljósm.: Ţorbergur Steinn Leifsson.
Séđ af Mýrafelli í morgun og inn Dýrafjörđ. Ljósm.: Ţorbergur Steinn Leifsson.

Meðal atriða á Dýrafjarðardögum í dag, sunnudaginn 5. júlí 2015 var morgunganga upp á Mýrarfellið í leiðsögn Sæmundar Þorvaldssonar í Lyngholti.


Meðal göngumanna var Þorbergur Steinn Leifsson og færði hann til myndar glæsileikann inn Dýrafjörðinn einns og sjá má á meðfylgjandi ljósmynd.

...
Meira
05.07.2015 - 08:01 | BIB,Agnes Sólmundsdóttir

Dýrafjarđardagar 2015 - dagskrá sunnudagsins 5. júlí

Frá Dýrafjarđardögum í gćr - 4. júlí 2015. Ljósm.: Ţorbergur Steinn Leifsson.
Frá Dýrafjarđardögum í gćr - 4. júlí 2015. Ljósm.: Ţorbergur Steinn Leifsson.

  Sunnudagurinn 5. júlí


 08:00-22:00 – Hótel Sandafell opið. Veitingar í boði.


 10:00-22:00 – Simbahöllin opin. Súpa, kökur, belgískar vöfflur, kaffi, heitt súkkulaði o.fl. Marakkóskur lambapottréttur í boði eftir kl 18:00.  Listasýning með málverkum á kökuformum eftir Guðbjörgu Lind .


  10:00 - Morgunganga upp á Mýrarfellið í leiðsögn Sæmunds Þorvaldssonar. Mæting við fellsrætur.


 11:00-13:30 - Morgunverðarhlaðborð á Hótel Sandafelli 1.800kr á mann.  


 12:00-14:00 - Barnasafnið verður með smiðjur í Björgunarsveitarhúsinu þar sem börn og foreldrar geta leikið sér saman, leyst þrautir og styrkt tengslin.  Byggjandi búálfar fyrir 0-10 ára og Fjallakötturinn fyrir 5 ára og eldri

...
Meira
04.07.2015 - 23:16 | Ólafur V. Ţórđarson

Aflinn á Ţingeyri í júní 2015

Ólafur V. Ţórđarson staddur í skógi föđur síns í Parti á Auđkúlu. Ljósm. H. S.
Ólafur V. Ţórđarson staddur í skógi föđur síns í Parti á Auđkúlu. Ljósm. H. S.
« 1 af 2 »

Frá sjávarsíðunni 


Frá fréttaritara vorum í Hafnarfirði


Hér kemur skýrsla yfir afla þeirra báta sem lögðu upp á Þingeyri í júní, 
tekið af skrá fiskistofu.
                       Skipaskrá
Egill                1990         273.182 kg        dragnót
Pálmi               6911         15.836 kg         kvótabátur
Bára                7415         13.257 kg               do
Bibbi Jóns        2317           9.048 kg                do
Rakel              2082           4.479 kg                do
Dýrfirðingur     1730           1.130 kg                do
Imba              7121            5.165 kg            strandveiðar 
Hulda            6242            4.825 kg                  do

...
Meira
Eldri fćrslur
« Janúar »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31