Hafliði Magnússon á Hrafnseyri við Arnarfjörð árið 2009. Ljósm.: BIB
Hafliði Magnússon við Dynjanda. Ljósm.: BIB
Í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi. F.v.: Steingrímur Stefnisson, frá Flateyri, Hafliði Magnússon frá Bíldudal, fór á kostum við lestur, sitjandi við borðið; Guðrún Jónína Magnúsdóttir, frá Ingjaldssandi, síðan Þingeyringarnir Regína Höskuldsdóttir og Gerður Matthíasdóttir. Ljósm.: BIB
Á hlaðinu á Brekku í Dýrafirði. F.v.: Hallgrímur Sveinsson og Hafliði Magnússon. Ljósm.: BIB
Gleðistund í 70 ára afmælsfagnaði Jóns Kr. Ólafssonar þann 22. ágúst 2010 á Hvolsvelli. F.v.: Jón Kr.Ólafsson, Magnús Björnsson, Ólafur Helgi Kjartansson, Hafliði Magnússon og Pétur Bjarnason. Ljósm.: BIB
Í Vík í Mýrdal í desember 2008. F.v.: Hafliði Magnússon frá Bíldudal, Jón Kr. Ólafsson,frá Bildudal, Sveinn Pálsson, Vík, Kolbrún Matthíasdóttir, Vík og Harpa Jónsdóttir frá Flateyri. Ljósm.: BIB
Hafliði Þórður Magnússon, listamaður frá Bíldudal, var fæddur þann 16. júlí 1935 og í dag eru því 80 ár frá fæðingun hans. Hafliði lést þann 25. júní 2011 á heimili sínu á Selfossi.
Hafliði var fæddur í Hergilsey á Breiðafirði. Hann fluttist þaðan 6 ára í Arnarfjörð þar sem fjölskyldan bjó á ýmsum stöðum en lengst af bjó hann á Bíldudal. Hann bjó einnig um tíma í Reykjavík.
Hafliði starfaði m.a. sem sjómaður og þá mest á síðutogurum, við fiskvinnslu og einnig kenndi hann sjóvinnu. Þá vann hann við uppbyggingu Mjólkárvirkjunar og endurgerð fæðingarbæjar Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð.