A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
14.07.2015 - 22:28 | Hallgrímur Sveinsson

„Æðarvarp hefur gengið vel í vor“, segir Hreinn á Kúlu

Hláturinn lengir lífið! Eitthvað hefur Stóri-Grímur sagt spaklegt. Hann þykist alltaf vera með eitthvað svoleiðis, sem stundum er nú bara hálfgert bull! En gamli hreppstjórinn skellihlær samt. Menn taki eftir að léttadrengurinn, sem var umboðsmaður Shell á Hrafnseyri í 40 ár, er nú kominn  með Esso húfu. Þetta er líklega kölkunin! Ljósm.: Kristín Lýðsdóttir.
Hláturinn lengir lífið! Eitthvað hefur Stóri-Grímur sagt spaklegt. Hann þykist alltaf vera með eitthvað svoleiðis, sem stundum er nú bara hálfgert bull! En gamli hreppstjórinn skellihlær samt. Menn taki eftir að léttadrengurinn, sem var umboðsmaður Shell á Hrafnseyri í 40 ár, er nú kominn með Esso húfu. Þetta er líklega kölkunin! Ljósm.: Kristín Lýðsdóttir.

Hraðsamtalið:
Jæja Hreinn. Hvernig hefur æðarfuglinn haft það í vor?

Hann hefur bara haft það nokkuð gott. Það hefur verið góður friður miðað við vargaganginn í fyrravor.

Hvað kemur til?

Það gerir meðal annars þurrviðrið. Og tófan hefur ekki haft sig eins mikið í frammi. Örnina höfum við ekki séð. En hrafninn og veiðibjallan hafa verið á sínum stað. Og minkurinn er nú einnig á ferðinni. Auðvitað verður maður að standa vaktina allar nætur.

Hefur verið aukning í varpinu frá í fyrra?

Heldur er það nú. Það munar um hvern fuglinn.

Hvað er að frétta af kríunni?  

Hún virðist koma nokkuð vel út. Maður hefur séð slatta af ungum þessa dagana. Spurning hvernig þeim reiðir af. Varpið hjá henni var seint á ferð líkt og hjá æðarfuglinum. Það er langt flug hjá henni alla leið á Suðurskautið. Enginn fugl í heiminum ferðast jafnlanga leið á milli varp- og vetrarstöðva og krían, eða 35 þúsund km. Og þessa vegalengd fer hún tvisvar á ári.

Hefur krían aldrei vetursetu hjá okkur á Íslandi?

Ekki svo ég viti til.

Þess skal getið, að Arnfinnur Jónsson, sonur Nonna heitins rebb, hefur unnið 12 hlaupadýr í vor á svæðinu frá Auðkúlu yfir  í Mosdal.  

 

Hallgrímur Sveinsson.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31