Svakaleg umferð um Vesturleið
Svakalega mikil umferð hefur verið um Vesturleið frá Þingeyri í Vatnsfjörð í sumar eins og strákarnir myndu orða það. Og fer vaxandi ef eitthvað er. Ótal tegundir af farartækjum fara hér um fram og til baka. Má þar nefna drossíur, jeppa, vörubíla, húsbíla, mótorhjól og reiðhjól af öllum gerðum. Sennilega er helmingur eða meira allra þeirra sem eru undir stýri útlendingar. Og svo eru náttúrlega puttalingarnir á ferðinni. Bara býsna margir eins og í gamla daga.
Það er gaman að nefna, að þegar maður sýnir útlendingum tilhliðrunarsemi í umferðinni, þá er veifað í þakklætisskyni.
...Meira