A A A
  • 1975 - Marta Sierzputowska
  • 1995 - Salóme Björt Kjerúlf
  • 1997 - Heiðdís Birta Jónsdóttir
  • 1997 - Hafdís Katla Jónsdóttir
29.07.2015 - 06:28 | Hallgrímur Sveinsson

Svakaleg umferð um Vesturleið

Um daginn voru 15 þýskir húsbílar á ferð í einni halarófu utan við Dýrafjarðarbrú. Í forgrunni er merkilegt, gamalt hringlaga sauðahlað innan við Ketilseyri, eins og segir í Kjartansbók. Sauðkindurnar eru nátturlega þaðan. Ljósm.: H. S.
Um daginn voru 15 þýskir húsbílar á ferð í einni halarófu utan við Dýrafjarðarbrú. Í forgrunni er merkilegt, gamalt hringlaga sauðahlað innan við Ketilseyri, eins og segir í Kjartansbók. Sauðkindurnar eru nátturlega þaðan. Ljósm.: H. S.
« 1 af 2 »

Svakalega mikil umferð hefur verið um Vesturleið frá Þingeyri í Vatnsfjörð í sumar eins og strákarnir myndu orða það. Og fer vaxandi ef eitthvað er. Ótal tegundir af farartækjum fara hér um fram og til baka. Má þar nefna drossíur, jeppa, vörubíla, húsbíla, mótorhjól og reiðhjól af öllum gerðum. Sennilega er helmingur eða meira allra þeirra sem eru undir stýri útlendingar. Og svo eru náttúrlega puttalingarnir á ferðinni. Bara býsna margir eins og í gamla daga.


   Það er gaman að nefna, að þegar maður sýnir útlendingum tilhliðrunarsemi í umferðinni, þá er veifað í þakklætisskyni. 

...
Meira
28.07.2015 - 07:31 | Ásthildur Sturludóttir,Fréttablaðið

Frestun Dýrafjarðarganga? Nei, takk!

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð.
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð.

Barátta okkar Vestfirðinga fyrir bættum samgöngum er orðin áratugalöng. Ávallt virðast lausnir í sjónmáli en því miður hafa vestfirskar samgöngubætur liðið fyrir síendurtekna "frestun á framkvæmdum" um langt skeið. Ýmist hefur þurft að kæla hagkerfið eða draga saman vegna peningaleysis og þá er framkvæmdum á Vestfjörðum iðulega frestað. Vestfirðingar eru skynsamt fólk, seinþreytt til vandræða og hafa í gegnum tíðina sýnt þessum ákvörðunum skilning og tekið þeim af yfirvegun.


 Dýrafjarðargöng, Dynjandisheiði, vegur um Gufudalssveit og vegur norður í Árneshrepp eru allt framkvæmdir sem áttu að vera tilbúnar fyrir nær 10 árum. Því miður hafa þessar samgöngubætur enn ekki orðið að veruleika. Þessir vegir eru forsenda samvinnu og samstarfs á Vestfjörðum og eflingar byggðanna.

...
Meira
28.07.2015 - 05:47 | Morgunblaðið,BIB

Á bandarísku lofti frá 1946

Davíð Pétursson á Grund afhendir Bjarna Guðmundssyni t.v. safnverði á Landbúnaðarsafninu á Hvanneyri, Farmalinn gamla og góða til varðveislu. Traktorinn er almenningi til sýnis á safninu.
Davíð Pétursson á Grund afhendir Bjarna Guðmundssyni t.v. safnverði á Landbúnaðarsafninu á Hvanneyri, Farmalinn gamla og góða til varðveislu. Traktorinn er almenningi til sýnis á safninu.

• Farmallinn á Grund kominn á safn á Hvanneyri
Fyrir skömmu var Farmal A traktor, Md-111, komið fyrir á Landbúnaðarsafninu á Hvanneyri. Guðrún Davíðsdóttir á Grund í Skorradal fékk bandaríska traktorinn afhentan vorið 1947, en Davíð Pétursson, sonur hennar, ákvað í samráði við Pétur Bjarnason, bróðurson sinn, að hann væri best geymdur á safninu og kom honum þangað. Hann er samt áfram í eigu Grundarfólksins.


Davíð skrifaði grein um traktorinn og birtist hún í Skessuhorni í liðinni viku. Hann segir við Morgunblaðið að Dýrfirðingnum, Bjarna Guðmundssyni safnverði, hafi þótt mest um vert að traktorinn er ekki uppgerður heldur eins og hann var, þegar hann var tekinn úr kassanum. „Ég lagaði reyndar lakkið á honum 1964 en síðan hefur ekkert verið við hann gert,“ segir Davíð.

...
Meira
27.07.2015 - 13:10 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,BIB

Skáldið á Þröm og dýrfirska kærastan

Krist­ín Dahlsted og Magnús Hjalta­son við Lauga­veg 23  Ljósm.:  mbl.is
Krist­ín Dahlsted og Magnús Hjalta­son við Lauga­veg 23 Ljósm.: mbl.is
« 1 af 4 »
Árið 1880 var það lög­boðið að rétt­indi stúlkna til náms væru jöfn við drengja þó að viðhorfið hafi verið líf­seigt að óþarfi væri að mennta stúlk­ur. Það verður því að telj­ast merki­legt að kona frá þess­um tíma hafi náð að brjót­ast til mennta í sinni grein og fylgja ástríðu sinni. Krist­ín Dahlstedt var fædd árið 1876 í Dýraf­irði, fór til Dan­merk­ur aðeins 23 ára göm­ul, kom svo sjö árum seinna til Íslands, opnaði hvert veit­inga­húsið á fæt­ur öðru í Reykja­vík. „Krist­ín var Jóns­dótt­ir upp­haf­lega og var fá­tæk stúlka úr Dýraf­irði. Ung trú­lofaðist hún manni sem varð til þess að hún komst inn í bók­mennta­sög­una. Það varð með þeim hætti að unnusti henn­ar var Magnús nokk­ur Hjalta­son en hann er fyr­ir­mynd­in að Ólafi Kára­syni í Heims­ljósi Hall­dórs Lax­ness....
Meira
27.07.2015 - 11:45 | Hallgrímur Sveinsson

Ætla Vestfirðingar að lúffa fyrir skógarkerflinum?

Skógarkerfill við Þingeyri. Ljósm.: H. S.
Skógarkerfill við Þingeyri. Ljósm.: H. S.
« 1 af 4 »

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að svokallaður skógarkerfill leggi Vestfirði undir sig meira og minna. Semsagt: Vestfirðingar láta sauðkindina en hreppa skógarkerfil!


   Hvert sem litið er þessa dagana sér maður skógarkerfilinn spretta upp eins og fífil í túni, að ógleymdri lúpínunni. Það er þó sök sér með hana. Lúpínan er talin víkja fyrir öðrum plöntum með tímanum, þar á meðal skógakerflinum. Þá er hún búin að undirbúa jarðveginn. Svo segja sérfræðingarnir. En skógarkerfillinn gleypir allt.

...
Meira
27.07.2015 - 09:15 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Skáldið á Þröm

Minnismerkið um Skáldið á Þröm. Ljósm.: H. S.
Minnismerkið um Skáldið á Þröm. Ljósm.: H. S.
« 1 af 3 »

Úr kurteisisheimsókn til Suðureyrar í Súgandafirði
4. þáttur
Uppi í hlíðinni ofan Aðalgötu á Suðureyri stendur þetta minnismerki um Magnús Hj. Magnússon (1873-1916) hjá Laxness nefndur Ólafur Kárason Ljósvíkingur. Guðmundur A. Guðnason gerði merkið og klukkusteinn er þar, hannaður af Dýrfinnu Torfadóttur. Magnús var kunnasti ómagi Súðavíkurhrepps. Fékk aldrei losnað úr sveitarskuldinni. Gat því aldrei kvænst heitkonu sinni, Guðrúnu Önnu Magnúsdóttur.

...
Meira
26.07.2015 - 07:07 | Hallgrímur Sveinsson

Einn góður úr Auðkúluhreppi

Mosdalur í Arnarfirði. Ljósm.: Mats Wibe Lund.
Mosdalur í Arnarfirði. Ljósm.: Mats Wibe Lund.

Húmoristinn Jóhannes á Kirkjubóli 


   Í þriðja hefti Vestfirskra sagna er sagt frá Jóhannesi Ólafssyni í Mosdal á yfir 40 síðum, en hann bar höfuð og herðar yfir alla galdramenn í Arnarfirði á 19. öld og þó víðar væri leitað. Hann notaði kunnáttu sína yfirleitt til að hjálpa fólki og hefur greinilega verið mikill húmoristi og skal hér nefna eitt dæmi um það:

...
Meira
25.07.2015 - 21:11 | BIB,bb.is

Setja á fót nótaþvottastöð á Þingeyri

Þingeyri við Dýrafjörð. Ljósm.: Jón Skúlason.
Þingeyri við Dýrafjörð. Ljósm.: Jón Skúlason.
Ísfell ehf. í Hafnarfirði og Fiskeldisþjónustuna ehf. hafa sótt um lóð fyrir þvotta- og þjónustustöð fyrir fiskeldispoka á Þingeyri. Fyrirtækin eru búin að fjárfesta í þvottavél frá Noregi sem getur þvegið 160m fiskeldispoka en það eru stærstu pokarnir sem eru í notkun hér við landi. Ísfell er öflugt fyrirtæki á sviði veiðarfæraþjónustu og sölu á útgerðarvörum og með starfstöðvar víða um land en Fiskeldisþjónustan er rekin af ísfirska kafaranum Kjartani Jakobi Haukssyni. 

 ...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31