A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
Flateyringarnir Þórir Garðarsson og Sigurdór Sigurðsson. Ljósm.: Guðmundur J. Sigurðsson.
Flateyringarnir Þórir Garðarsson og Sigurdór Sigurðsson. Ljósm.: Guðmundur J. Sigurðsson.

Akur fjárfestingar, fagfjárfestasjóður í rekstri Íslandssjóða, hafa keypt tæplega helming hlutafjár í Iceland Excursions Allrahanda ehf., sérleyfishafa Gray Line á Íslandi og samhliða kaupunum hefur verið gerð sátt við Samkeppniseftirlitið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka.

Stofnendur Gray Line á Íslandi, Flateyringarnir Þórir Garðarsson og Sigurdór Sigurðsson, munu áfram eiga meirihluta í félaginu og starfa ásamt öðrum lykilstjórnendum þess að áframhaldandi uppbyggingu Gray Line á Íslandi.

Kaupverðið er trúnaðarmál og er þessa dagana unnið að lokafrágangi viðskiptanna, að því er segir í tilkynningunni.

Haft er eftir Þóri Garðarsyni, stjórnarformanni Gray Line á Íslandi, að mjög ánægjulegt sé að fá fagfjárfesta eins og Akur að fyrirtækinu. „Ferðaþjónustan á Íslandi hefur verið drifin áfram af litlum félögum sem hafa vaxið verulega með auknum fjölda ferðamanna til landsins. Það er von okkar og trú að fleiri fagfjárfestar gangi til liðs við ferðaþjónustuna og styrki greinina til að vaxa enn frekar á komandi árum,“ segir Þórir. Jóhannes Hauksson, framkvæmdastjóri Akurs fjárfestinga, segir að fyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu séu mjög áhugaverður fjárfestingarkostur.

Gray Line á Íslandi var stofnað fyrir 25 árum, en fyrirtækið rekur 65 hópferðabíla. Rúmlega 200 manns starfa hjá fyrirtækinu.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31