15.07.2015 - 07:06 | Hallgrímur Sveinsson
Sjónvarpsspjall
Eitthvert besta efni sem nú er boðið upp á í Ríkissjónvarpinu eru þættir sem kallast Með okkar augum. Þar sjá um dagskrána svokallaðir þroskahamlaðir. Þau eru nú ekki þroskahamlaðri en það, að margir sem teljast full þroskaðir mega öfunda þetta dagskrárgerðarfólk.
Stjórnendur, þ. e. hinir þroskahömluðu, eru svo einlægir og sannir að viðmælendur þeirra smitast ósjálfrátt af hinni eðlislægu framkomu þeirra. Sjáið til dæmis Bjarna Ben. þarna um daginn. Engir stælar, yfirborðsháttur eða atkvæðaveiðar. Kom til dyranna eins og hann var klæddur. Þessir þættir eru mannbætandi. Er það meira en hægt er að segja um margt sjóvarpsefnið sem borið er á borð þessa dagana.
Hallgrímur Sveinsson.