Ljóðadagur í Dýrafirði
Þetta var einn af þessum sumarfögru logndögum í Dýrafirði. Hann Valdi gamli Sól heilsaði okkur kostgöngurunum í Gamla Spítalanum á sama hátt og hann gerði svo oft: "Góðan daginn drengir. Það er farið að rjúka á Höfda" Sá reykur hefur þá stigið beint upp eins og hjá Abel forðum og sagt er frá í guðsorði.--Ég átti að vera í áhaldahúsinu þennan dag við alls konar tiltektir og einnig að aðstoða hann "Áhalda-Bjössa" eins og við kölluðum hann Björn Jónsson, eðalkrata og umsónarmann áhaldahússins, þann sem steypti rörin sem lögð voru í vegræsi á þessari tíð...
Meira