A A A
  • 1975 - Marta Sierzputowska
  • 1995 - Salóme Björt Kjerúlf
  • 1997 - Heiðdís Birta Jónsdóttir
  • 1997 - Hafdís Katla Jónsdóttir
09.07.2015 - 22:35 | Emil Ragnar Hjartarson

Ljóðadagur í Dýrafirði

Emil Ragnar Hjartarson. Ljósm.: BIB
Emil Ragnar Hjartarson. Ljósm.: BIB
« 1 af 2 »
Það eru enn ljóðadagar og allt gjaldgengt. 
Þetta var einn af þessum sumarfögru logndögum í Dýrafirði. Hann Valdi gamli Sól heilsaði okkur kostgöngurunum í Gamla Spítalanum á sama hátt og hann gerði svo oft: "Góðan daginn drengir. Það er farið að rjúka á Höfda" Sá reykur hefur þá stigið beint upp eins og hjá Abel forðum og sagt er frá í guðsorði.--Ég átti að vera í áhaldahúsinu þennan dag við alls konar tiltektir og einnig að aðstoða hann "Áhalda-Bjössa" eins og við kölluðum hann Björn Jónsson, eðalkrata og umsónarmann áhaldahússins, þann sem steypti rörin sem lögð voru í vegræsi á þessari tíð...
Meira
09.07.2015 - 18:46 | Hallgrímur Sveinsson og Bjarni Georg Einarsson

Japl, jaml og fuður

Hallgrímur Sveinsson og Bjarni G. Einarsson.
Hallgrímur Sveinsson og Bjarni G. Einarsson.

Hugleiðing um hásumar:


Elstu menn muna ekki annað en það séu alltaf sömu vandræðin með blessað gamla fólkið og þá sem  minna mega sín. Ef einhverjar lagfæringar eru gerðar á kjörum launafólks upphefst eilíft japl, jaml og fuður um það hvort gamlingjarnir eigi að fá það sama. Og öryrkjar. Skiptir þá ekki máli hverjir sitja í ráðherrastólunum. Það er enginn að tala um að þeir sem hafa aðgang að góðum lífeyrissjóðum eigi að fá einhverjar sjálfkrafa hækkanir á ellilífeyri. Þeir hafa það gott, ekki síst opinberir starfsmenn sem hafa látið af störfum. Nei, við erum að tala um þá sem hafa nakinn ellilífeyririnn og nánast ekkert annað.

...
Meira
Elfar Logi og Jón Sigurður á heimavelli á Bíldudal.
Elfar Logi og Jón Sigurður á heimavelli á Bíldudal.
Elfar Logi Hannesson og Jón Sigurður Eyjólfsson kynna bók sína Bíldudals bingó í Simbahöllinni á Þingeyri í kvöld, fimmtudaginn 9. júlí 2015,  kl. 21:00.  
  Sú bók er uppfull af uppvaxtarsögum að vestan en þær komu uppá yfirborðið þegar mannfræðingur rannsakaði þá fóstbræður. Rannsóknin var gerð til að vísindamenn gerðu sér betri grein fyrir heilkenni einu sem er algengt á Bíldudal með þeim afleiðingum að fólk þar vex ekki uppúr barnaskap sínum....
Meira
09.07.2015 - 09:54 | BIB

Vesturgatan- sunnudaginn 19. júlí 2015

Hlaupið er á Skaganum milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar.
Hlaupið er á Skaganum milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar.

Vesturgatan var fyrst hlaupin árið 2006 og verður hlaupin í tíunda sinn sunnudaginn 19. júli 2015.  2011 var í fyrsta sinn boðið upp á 45 km Vesturgötu og verður það gert aftur í ár. Í hverri vegalengd er keppt í karla og kvennaflokki en í ár verður einnig keppt í aldursflokkunum, 16-39 ára og 40 ára og eldri. 
Vegleg verðlaun verða einnig veitt fyrstu þremur í karla og kvennaflokki, óháð aldursflokkum


Stutt leiðarlýsing:

...
Meira
09.07.2015 - 09:11 | Björn Ingi Bjarnason,Bjarni Guðmundsson

Sumartími í Landbúnaðarsafninu á Hvanneyri

Landbúnaðarsafnið á Hvanneyri er í Halldórsfjósi.
Landbúnaðarsafnið á Hvanneyri er í Halldórsfjósi.
« 1 af 2 »

Frá 1. júní er Landbúnaðarsafnið opið daglega kl.11-17 eins og Ullarselið en afgreiðsla er sameiginleg fyrir báðar stofnanir.


 Safnleiðsögn er veitt eftir aðstæðum, en sé hennar sérstaklega óskað biðjum við ykkur að hringja í síma 844 7740.


 Þetta er fyrsta sumar hinnar nýju grunnsýningar safnsins sem opnuð var 2. október sl. í Halldórsfjósi - gamla fjósinu á Hvanneyri.

...
Meira
09.07.2015 - 07:09 | BIB,skutull.is

Hlaupahátíð á Vestfjörðum um aðra helgi

M.a. verður farið um Svalvogahringinn í Dýrafirði og Arnarfirði.
M.a. verður farið um Svalvogahringinn í Dýrafirði og Arnarfirði.
« 1 af 2 »
Hlaupahátíð á Vestfjörðum fer fram í sjöunda sinn helgina 17.-19. júlí 2015. 
Hátíðin hefst með keppni í sjósundi og Arnarneshlaupi. Sjósundið fer fram við aðstöðu Siglingaklúbbsins Sæfara í Neðstakaupstað á Ísafirði. Keppt verður í 500 og 1.500 metra sjósundi. 
Á hlaupatíðinni hefur hingað til verið hlaupið um Óshlíð frá Bolungarvík, en vegna þess hve hrunið hefur úr veginum um Óshlíðina hefur í staðinn verið tekin upp ný hlaupaleið frá frá Súðavík og út á Ísafjörð, svokallað Arnarneshlaup. Laugardaginn 18. júlí verður hjólreiðakeppnin, 55 kílómetra leið um Svalvogahringinn í Dýrafirði og Arnarfirði. Sama dag verður keppt í skemmtiskokki og skemmtihjólreiðum á Þingeyri. ...
Meira
08.07.2015 - 18:56 | Hallgrímur Sveinsson,BIB

Prakkararnir frá Bíldudal í Simbahöllinni annað kvöld

 Elfar Logi og Jón Sigurður á heimavelli á Bíldudal.
Elfar Logi og Jón Sigurður á heimavelli á Bíldudal.
Elfar Logi Hannesson og Jón Sigurður Eyjólfsson kynna bók sína Bíldudals bingó í Simbahöllinni á Þingeyri annað kvöld, fimmtudaginn 9. júlí 2015, kl. 21,00.  
  Sú bók er uppfull af uppvaxtarsögum að vestan en þær komu uppá yfirborðið þegar mannfræðingur rannsakaði þá fóstbræður. Rannsóknin var gerð til að vísindamenn gerðu sér betri grein fyrir heilkenni einu sem er algengt á Bíldudal með þeim afleiðingum að fólk þar vex ekki uppúr barnaskap sínum....
Meira
08.07.2015 - 08:56 | BIB,Morgunblaðið

Brúin þjónar einu býli

Vegur til Laugabóls í Arnarfirði.
Vegur til Laugabóls í Arnarfirði.
Vegagerðin mun í sumar byggja brú á Ósá á veginum sem liggur úr Dynjandisvogi í Arnarfirði að býlinu Laugabóli í Mosdal sem er eini bærinn í byggð á þessu svæði. Einbúinn sem þar var áður afþakkaði brú á ána. Brúin þjónar þessum eina bæ, eins og fjölmargar brýr úti um land.

 Laugaból var komið í eyði, eftir að einbúinn Aðalsteinn Guðmundsson flutti í burtu fyrir rúmum tveimur áratugum. Eftir það var búskapur um tíma en nú hefur Árni Beinteinn Erlingsson byggt upp myndarlegt hrossaræktarbú með veglegu íbúðarhúsi og reiðhöll. Þar er nú fólk með lögheimili.


 Allt að gerast í Mosdal

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31