18.07.2015 - 09:30 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Björn Ingi Bjarnason
Magnús Kristján Björnsson.
Magnús Kristján Björnsson bjó á Selfossi í tæpan áratug og tók virkan þátt í félagsstarfi Vestfirðinga undir merkjum Vestfirska forlagsins. 5. desember 2008 í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi. F.v.: Jón Kr. Ólafsson og Magnús Kristján Björnsson. Ljósm.: BIB
. 5. desember 2008 í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi. F.v.: Margrét Óskarsdóttir, Jón Kr. Ólafsson og Magnús Kristján Björnsson. Ljósm.: BIB
22. ágúst 2010 á Hvolsvelli í 70 ára afmæli Jóns Kr. Ólafssonar. F.v.: Jón Kr. Ólafsson, Magnús Kristján Björnsson, Ólafur Helgi Kjartansson, Hafliði Magnússon og Pétur Bjarnason. Ljósm.: BIB
28. október 2010 á Hótel Selfossi. F.v.: Óli Þ. Guðbjartsson, Hafliði Magnússon og Magnús Kristján Björnsson. Þegar Hafliði féll frá, 25. júní 2011, hafði hann um tíma unnið að ævisögu Magnúsar. Ljósm.: BIB
Magnús Kristján Björnsson fæddist í Reykjarfirði í Arnarfirði 30. janúar 1954. Hann lést af slysförum 7. júlí 2015.
Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Elín Ólafsdóttir frá Reykjarfirði og Björn Magnús Magnússon frá Langabotni. Magnús var næstelstur fjögurra systkina. Systkini hans eru í aldursröð: Ólafía, Sindri Már og Hlynur Vigfús. Sambýliskona Magnúsar er Ása Dóra Finnbogadóttir, fædd 18. júní 1972.
Magnús eignaðist fjögur börn. Þau eru: 1) Björn Magnús, fæddur 14. júní 1977. Móðir hans er Sonja Jónsdóttir. Maki hans er Silja Baldvinsdóttir og börn þeirra Mardís Ylfa og Magnús Kristján. Með Helgu Friðriksdóttur eignaðist Magnús þrjú börn. 2) Helgi, fæddur 28. maí 1984, búsettur í London. Maki hans er Rut Stefánsdóttir. 3) Hildur, fædd 14. nóvember 1985. Maki hennar, Heiðar Ólafsson, á úr fyrra sambandi Hauk Mána og saman eiga þau Helmu. 4) Lína Björk, fædd 22. ágúst 1991, búsett í Dóminíska lýðveldinu. Maki Ivan Dario Gonzalez Nuvan.
...
Meira