Búið að opna Þorskafjarðarheiði
Margir kjósa að keyra Þorskafjarðarheiði í stað Þröskulda. Það styttir leiðina milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um 14 km, en sé sú leið valin eru 23 km á malarvegum en þeir eru engir á Þröskuldaleið....
Meira
Tíu þúsund króna aðgangseyrir er lágmark!
Alltaf sér maður það betur og betur hvílík gersemi Ómar Þ. Ragnarsson er. Sannast það áþreifanlega af kvikmyndunum af Íslandi og Íslendingum sem hann er að sýna í Sjónvarpinu þessa dagana. Fáir ef nokkrir hafa gengið þá götu sem hann hefur troðið af mikilli einbeitni: Að reyna að vekja þjóðina til vitundar um það stórkostlega land sem hún byggir. Það er borðleggjandi að landið á sér enga hliðstæðu í víðri veröld. Og svo eru Íslendingar ekki síður sér á parti!
...Hafliði Þórður Magnússon, listamaður frá Bíldudal, var fæddur þann 16. júlí 1935 og nú á fimmtudag eru því 80 ár frá fæðingun hans. Hafliði lést þann 25. júní 2011 á heimili sínu á Selfossi.
Hafliði var fæddur í Hergilsey á Breiðafirði. Hann fluttist þaðan 6 ára í Arnarfjörð þar sem fjölskyldan bjó á ýmsum stöðum en lengst af bjó hann á Bíldudal. Hann bjó einnig um tíma í Reykjavík.
Hafliði starfaði m.a. sem sjómaður og þá mest á síðutogurum, við fiskvinnslu og einnig kenndi hann sjóvinnu. Þá vann hann við uppbyggingu Mjólkárvirkjunar og endurgerð fæðingarbæjar Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð.
Frá árinu 1998 bjó Hafliði síðan á Selfossi ásamt sambýliskonu sinni Evu Þórarinsdóttur frá Suðureyri við Súgandafjörð.
...Hátíð Hvanneyrar sem haldin var í fyrradag, 11. júlí 2015, lukkaðist vel. Það sem sneri að Landbúnaðarsafninu var fernt:
1. Haldið var námskeið í fornslætti. Fullskipað var á skeiðið með 10 þátttakendum og nokkrum áheyrnarfulltrúum. Skeiðið var haldið til reynslu, sem nú verður metin og ráðslagað um framhald því ýmsir hafa látið í ljós áhuga á að kynna sér betur slátt með orfi og ljá ...
...Björn Ingi Bjarnason og Guðbjartur Jónsson, Vagnstjóri og veitingamaður á Flateyri, voru miklir vinir á meðan báðir bjuggu á Flateyri enda störfuðu þeir saman um árabil. Bjartur er, sem kunnugt er, þekktur fyrir mismæli sín. Björn Ingi hafði, líkt og aðrir, mikið gaman af orðfæri Bjartar og ambögum.
Eitt sinn þegar þeir félagar höfðu ekki sést lengi hitti Björn Bjart á förnum vegi
...Guðbjartur Jónsson, veitingamaður og Vagnstjóri á Flateyri, er Samvinnuskólagenginn maður. Í Samvinnuskólanum lærði Bjartur allt er varðar álagningu verslunar á vöruna og hversu mikið munaði um hvert prósentustigið í þeim efnum. Guðbjartur er landskunnur fyrir mismæli sín og verður honum oft hált á svelli máltækjanna.
Eitt sinn var hann að prédika yfir félögum sínum gildi þess að huga að hinu smáa og menn mættu alls ekki gleyma gildi þess í verslunarrekstrinum.
...Skemman Kaffihús verður svo opnað í hádeginu en hátíðin er sett á kirkjutröppum Hvanneyrarkirkju kl. 13.30.
...