A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
17.07.2015 - 17:56 | Hallgrímur Sveinsson

Hjólið hjá MHG loksins komið í lag

Okkar maður í fullum skrúða á bláa hjólinu sínu. Stóri pokinn er undir flöskur og dósir sem hann safnar af mikilli þrautseygju. Þá verður hjólið náttúrlega að vera í lagi. Ljósm.: H. S.
Okkar maður í fullum skrúða á bláa hjólinu sínu. Stóri pokinn er undir flöskur og dósir sem hann safnar af mikilli þrautseygju. Þá verður hjólið náttúrlega að vera í lagi. Ljósm.: H. S.
« 1 af 2 »

Magnús Helgi Guðmundsson, bocchiakappi og þjálfari á Þingeyri, hefur verið í hálfgerðum lamasessi það sem af er sumri.

Annað dekkið á mótorhjólinu hans var ónýtt og fleira var að. Er hann búinn að bíða eftir þessum varahlutum í marga mánuði.

   En nú er allt komið í lag. Kom okkar maður hjólandi í dag frá Ísafirði eftir viðgerðina þar hjá honum Guðmundi. Eru meðfylgjandi myndir teknar af Magnúsi þegar hann kom upp á Brekku að melda sig inn. Er hann að sjálfsögðu í sínum flotta búningi og rosabullum sem fylgja honum. Magnús er eldklár á öllum umferðarreglum og fer eftir þeim. Og hann passar sig á að keyra ekki of hart.

 

Hallgrímur Sveinsson.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31