A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
09.11.2015 - 21:22 | Bjarni Georg Einarsson,Guðmundur Ingvarsson,Hallgrímur Sveinsson

Það er margt sem við sveitamennirnir ekki skiljum!

Bjarni G. Einarsson.
Bjarni G. Einarsson.
« 1 af 3 »

Fróðlegt væri að vita hvað Dýrfirðingar áttu mörg hundruð milljónir innistandandi í Banka allra landsmanna þegar hann skellti í lás með viku fyrirvara án þess að tala við nokkurn mann. Og Önfirðingar, Súgfirðingar og Bolvíkingar. Bankinn opnaði af miskunn sinni eina klukkustund í viku á Þingeyri og eitthvað á hinum stöðunum eftir að innistæðueigendur risu upp sem einn maður. En það stóð aldrei til. Bara loka. Svona vinnubrögð skiljum við sveitamennirnir ekki.

   Við könnumst við orðið hagræðing. Mikil hagræðing hefur til dæmis orðið með svokölluðum Heimabanka. Það vita allir. En þeim sem ekki hafa slíkt apparat í höndum er bara hagrætt út af borðinu. Til dæmis 1/3 íbúanna í Dýrafirði. Svo er auðvitað mikil þjóðhagsleg hagræðing fólgin í því að aka 100 km leið ef mönnum vantar skotsilfur. Við sveitamenn höfum ekki gáfur til að skilja slíka ofurhagræðingu. Lái okkur hver sem vill. Landsbankinn er í eigu allra Íslendinga til sjávar og sveita. Er það einhver goðgá að kalla hann Samfélagsbanka?

Meira seinna.     

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31