A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
12.11.2015 - 21:03 | BIB,Blaðið - Vestfirðir

Hjónadansleikurinn á Þingeyri

Hjónaballið á Þingeyri 2015.
Hjónaballið á Þingeyri 2015.
« 1 af 3 »

Hjónadansleikurinn var haldinn fyrir nokkru í Félagsheimilinu á Þingeyri. Þetta var í 81. sinn sem efnt var til þessarar samkomu.

Á annað hundrað gestir troðfylltu samkomuhúsið og skemmtu sér vel. Veisustjóri var Árni Brynjólfsson frá Vöðlum og Jónsi í svörtum fötum spilaði við annan mann á dansleiknum. Saman stjórnuðu þeir fjöldasöng og veislugestir tóku undir að mikilli innlifun svo undir tók í salnum.

 Að venju var efnt til happdrættis með veglegum vinningum.

 Bergi Torfasyni frá Felli leist ekki á sitt númer til vinnings og skrifaði aftan á aðgöngumiðann:


Það þarf ekki í það að spá

að það fæst enginn dráttur

á miðann sem ég fékk þér frá

því fer ég heim ósáttur.

 

En svo vildi til að númerið kom upp og vinningur fékkst á miðann. Þá varð að breyta vísunni:

Það þarf ekki í það að spá

á þennan miða kom dráttur

á miðann sem ég fékk þér frá

því fer ég heim allsáttur.

Árni Brynjólfsson frá Vöðlum var veislustjóri eins og fyrr segir  og fórst það vel úr hendi, enda maðurinn bæði tónlistarmaður og söngmaður góður. Ásvaldur Guðmundsson á Núpi, frændi hans, gladdist yfir velgengni Árna:

Ekki er vitið Árna tregt

eðal frömuð bænda.

Alveg er það yndislegt

að eiga slíkan frænda.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31