A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
10.11.2015 - 21:23 | Hallgrímur Sveinsson,Guðmundur Ingvarsson,Bjarni Georg Einarsson

Mikil þjóðhagsleg hagræðing í gangi á Þingeyri!

« 1 af 4 »

Eitt af því nöturlegasta við lífið í kommúnistaríkjunum voru biðraðirnar. Oft þurfti fólk að bíða klukkustundum saman eftir einföldustu nauðsynjum. Svo var jafnvel allt búið þegar til átti að taka. Þessu kynntust Íslendingar lítillega á eftirstríðsárunum þegar menn fengu úthlutað skömmtunarseðlum fyrir bomsum, stígvélum eða regnkápum svo dæmi séu nefnd. Og þurftu svo ofan í kaupið að bíða, oft í löngum biðröðum, til dæmis  á Laugaveginum og í Austurstræti í Rvk. sællar minningar.  Og nú eru Dýrfirðingar að upplifa forsmekkinn að biðraðamenningunni..    

   Við litum við í Landsbankanum okkar á Þingeyri í dag. Þar var sko setinn bekkurinn. Og staðið. Tíu mínútur fyrir opnun voru 12 manns mættir til að fá bankaþjónustu.  Tugir manna biðu þegar við kíktum við. Sumir voru náttúrlega að leggja inn þar sem þeir áttu orðið erfitt með svefn vegna hækkunar undir koddanum. Nei, bara djók! En án gamans: Sumt af þessu fólki í Dýrafirði á milljónir króna inni í Landsbankanum sínum.  Aðrir ábyggilega tugi milljóna. Svo er því boðið upp á þetta einu sinni í viku í nokkrar mínútur. Sumir hafa jafnvel orðið að fá frí í vinnu til að sinna einföldustu bankaerindum. 

Það er náttúrlega mikil þjóðhagsleg hagræðing fólgin í þessu. Eða hitt þó heldur. 

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31