A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
Vestfirðingurinn Guðmundur Angantýsson, betur þekktur sem Lási kokkur, f. 21. maí 1901 – d. 17. júní 1985.
Vestfirðingurinn Guðmundur Angantýsson, betur þekktur sem Lási kokkur, f. 21. maí 1901 – d. 17. júní 1985.
« 1 af 2 »
Og þá var nú fjörugt á Siglufirði, helvítis fyllirí á sumum skipum. Stundum fengu drengirnir ekkert nema rúgbrauð og snarl, vegna þess að kokkarnir voru á fylliríi. Það var minnst fyllirí hjá mér. Ég smakka vín ekki mikið. Ég hafði alltaf kaffi og pönnukökur handa drengjunum klukkan þrjú á daginn, hélt sama sið og í gamla daga. Allir sjómenn sem ég hef verið samtíða hafa verið mér góðir og aldrei kvartað undan mat hjá mér.
            Lási? Hann Lási klárar þetta, sögðu þeir. Sjómenn vilja hafa gott að éta. Þeir þurfa þess með og því skyldu þeir ekki fá það? Þeir borga matinn sjálfir.
            Áður fékk fólkið ekki ofan í sig að éta. Þeir tímar vilja gleymast þegar betur blæs og meira er fyrir framan hendur.
            Já, ég kunni vel við mig á sjónum. Eftir að ég kom í land hafði ég kvef í marga mánuði. Á sjónum fékk ég aldrei kvef.
                           
(Úr 99 vestfirskar þjóðsögur 1. hefti)
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31