A A A
  • 1954 - Fríður Jónsdóttir
  • 1957 - Sigurður Rúnar Jónsson
18.12.2015 - 21:30 | Vestfirska forlagið

Ný Hornstrandabók komin út hjá Vestfirska forlaginu

« 1 af 3 »

Hjá Vestfirska forlaginu er komin út ný Hornstrandabók. Það er Hornstrandir og Jökulfirðir, Ýmsar frásagnir af horfnu mannlífi 5. bók. Hallgrímur Sveinsson tók saman.

Uppistaðan í Hornstrandabók 5. er  greinin Yst á Hornströndum Ferðaminningar  frá 1940 eftir Jóhann Hjaltason, fræðimanninn góðkunna. Þessar frásagnir Jóhanns, sem ekki hafa birst áður,  eru í raun ómetanlegar fyrir þá sem láta sig Hornstrandir og fyrrum íbúa þeirra einhverju skipta.

   Árið 1939 ferðaðist Hjálmar R. Bárðarson um Hornstrandir og tók ljósmyndir af  bændum og búaliði, bæjum og landslagi. Þær birti hann síðar í sinni merku bók, Vestfirðir.  Ári seinna er byggðin enn býsna traust. Svo hallar hratt undan fæti. Lýsingar Jóhanns Hjaltasonar á fólkinu 1940 og öllum aðstæðum þar nyrðra, eru skemmtilegar, lifandi og ótrúlega glöggar. Þeir sem ferðast um þessar eyðibyggðir í dag hljóta að fagna því að fá að kynnast frásögnum hans af síðustu íbúunum yst á Hornströndum. Þær eru góð viðbót við þá mynd sem til er á öðrum bókum. Og fróðlegt er að bera þær saman við ljósmyndir Hjálmars. 

   Ævar Petersen, dýrafræðingur, skrifar grein sem nefnist Hvítabirnir á Vestfjörðum fyrr og síðar. Þar koma Hornstrandir að sjálfsögðu mikið við sögu. Þetta er undirstöðugrein hjá Ævari sem full ásæða er til að vekja athygli á. Margir hafa áhuga á konungi Norðurhjarans sem nú virðist í útrýmingarhættu. 

   Meðal annars efnis má nefna dramatíska ferðaminningu Sigurðar Sigurðssonar frá Hælavík, seinna á Hesteyri og síra Ágúst Sigurðsson skrifar um Hesteyrarkirkju.  

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31