A A A
  • 1937 - Bergur Torfason
  • 1980 - Björnfríður Ólafía Magnúsdóttir
  • 1997 - Álfsól Lind Benjamínsdóttir
  • 2007 - Gunnar Egill Gunnarsson
Hollenskt hjólandi par fyrir utan sjoppuna hjá henni Diddu í sumar. Auðvitað láðist okkur að spyrja um nöfn á þessu geðþekka fólki. Ljósm. H. S.
Hollenskt hjólandi par fyrir utan sjoppuna hjá henni Diddu í sumar. Auðvitað láðist okkur að spyrja um nöfn á þessu geðþekka fólki. Ljósm. H. S.

Hún var skondin fréttin í fjölmiðum í gær um erlenda ferðamanninn. Hann ætlaði að bregða sér niður á Laugaveg í Reykjavíkinni, en lenti þess í stað upp á Laugarvegi á Siglufirði. Lítum á þetta:


   „Við ættum að bjóða öllum ferðamönnum upp á hagnýta fræðslu um landið sem þeir eru að heimsækja. Frjáls námskeið upp á 2-3 klukkustundir mætti vel halda víða, til dæmis á Keflavíkurflugvelli. Nóg er þar af húsnæðinu. Þar færi fram fræðsla um sögu landsins og ýmsar hagnýtar leiðbeiningar um það lagðar á borð.  Hvað sé leyfilegt og hvað ekki. Gestir okkar yrðu ábyggilega fegnir að fá slíkar leiðbeiningar. Viðurkenndir leiðsögumenn ættu að vera leiðbeinendur ásamt ferðaskrifstofufólki með reynslu. Fólk sem veit hvað klukkan slær. Við getum alveg skipulagt  þetta eins og menn ef við viljum. Virkja þá sem kunna til verka.“

...
Meira
03.02.2016 - 17:09 | Hallgrímur Sveinsson

Farið út á stéttarnar!

Sókrates. Hann predikaði á stéttunum.
Sókrates. Hann predikaði á stéttunum.
Hvernig ætli standi á því að sumt langskólagengið fólk kann oft ekki að ræða mál efnislega? Íslendingar verða skelfingu lostnir og setur hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls sagði Nóbelsskáldið. Margir þeirra virðast hvorki kunna, geta né vilja ræða saman á málefnalegn hátt. Það þarf ekki annað en líta til Alþingis. Eða í stjórnarráðið. Þar virðast sumir lögfræðingar ekki kunna að búa lagafrumvörp í hendur alþingismanna svo dæmi sé nefnt. Það virðist oft vanta skilning á efninu sem er til umræðu hverju sinni. Í gamla daga sömdu þingmenn oft lagafrumvörp við eldhúsborðið heima hjá sér. Og enginn kvartaði!...
Meira
Myndin var tekin í nóvember 2012 er Hallgrímur Sveinsson, forleggjari, afhenti síra Baldri fyrsta eintak bókarinnar í Vatnsfjarðarstofu að viðstöddum nokkrum áhugamönnum.  Í baksýn er frú Ólafía Salvarsdóttir, eiginkona síra Baldurs, en þá var hann kominn að fótum fram og var við rúm. Ljósm Ómar Smári Kristinsson.
Myndin var tekin í nóvember 2012 er Hallgrímur Sveinsson, forleggjari, afhenti síra Baldri fyrsta eintak bókarinnar í Vatnsfjarðarstofu að viðstöddum nokkrum áhugamönnum. Í baksýn er frú Ólafía Salvarsdóttir, eiginkona síra Baldurs, en þá var hann kominn að fótum fram og var við rúm. Ljósm Ómar Smári Kristinsson.
Haustið 2012 kom út hjá Vestfirska forlaginu bókin Vatnsfjörður í Ísafirði, þættir úr sögu höfuðbóls og kirkjustaðar eftir Guðrúnu Ásu Grímsdóttur. 

Í bókinni er rakin saga Vatnsfjarðar frá upphafi norrænnar mannabyggðar fram undir lok 20. aldar. Þar sátu misvitrir höfðingjar á miðöldum og lærdómsmenn í prestastétt á seinni öldum. Er hún byggð á prentuðum sem óprentuðum heimildum og tekið mið af fornleifarannsóknum sem fram fóu á staðnum í mörg ár. 

Frumkvæði að bókinni átti síra Baldur Vilhelmsson, en hann sat síðastur presta í Vatnsfirði. Ritstjóri verksins var Torfi H. Tulinius prófessor, en í ritnefnd með honum voru þeir síra Baldur Vilhelmsson og Már Jónsson prófessor....
Meira
02.02.2016 - 21:40 | BIB,skutull.is,Vestfirska forlagið

Píratar festa sig í sessi sem stærsta stjórnmálaflið: Ákall um breytingar

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir mikið fylgi Pírata í könnunum ver ákall um breytingar og lýsa vantrausti á kerfinu, stjórnsýslunni og stjórnmálunum.


Píratar mælast nú tíunda mánuðinn í röð stærsta stjórnmálaaflið meðal þjóðarinnar, með rúmlega 35% fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup-fyritækisins.


Sjálfstæðisflokkurinn sem var um áratuga skeið stærsti flokkur þjóðarinnar með 30-40% fylgi, er fastur í 20-24% fylgi. Það er minna en hann fékk í síðustu kosningum, sem voru næstlélegustu kosningar flokksins frá stofnun hans árið 1929.

...
Meira
02.02.2016 - 06:48 | BIB,Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Vilborg Davíðsdóttir mun gegna starfi Jónasar

Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur frá Þingeyri.
Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur frá Þingeyri.
Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur frá Þingeyri mun gegna starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist við Háskóla Íslands á yfirstandandi vormisseri. Hún mun vinna með ritlistarnemum að ritun sögulegra skáldverka. 
Fyrstur til að gegna starfinu, sem kunnir höfundar taka að sér í eitt til tvö misseri, var Sigurður Pálsson skáld....
Meira
02.02.2016 - 06:39 | Hallgrímur Sveinsson

Mikil og ánægjuleg framför á heilbrigðissviði

Florence Nighingale.
Florence Nighingale.
« 1 af 2 »
Nýlega var tilkynnt að framvegis kæmi læknir tvisvar í viku til Þingeyrar frá Ísafirði einn og hálfan tíma í senn. Þetta eru auðvitað ánægjuleg og óvænt tíðindi, en áður komu læknar einu sinni í viku á staðinn. Reiknað er með að læknarnir taki blóðpróf úr mannskapnum þegar þess þarf á mánudögum. Auðvitað er þetta mjög skynsamlegt og þjóðhagslega mjög hagkvæmt þar sem margir þurfa alltaf á þessu að halda öðru hvoru. Það er náttúrlega betra að einn komi til Þingeyrar heldur en 10 -20 manns fari akandi til Ísafjarðar í umræddu skyni....
Meira
Evrópumenn sóa og henda mat sem myndi nægja til að metta alla íbúa Afríku og gott betur.
Evrópumenn sóa og henda mat sem myndi nægja til að metta alla íbúa Afríku og gott betur.
« 1 af 2 »
„Það er eitthvað meira en lítið bogið við matarframleiðslu, -dreifingu, -sölu og –neyslu í samfélaginu. Fyrir það fyrsta virðist maturinn verri og óheilnæmari með hverju árinu, í annan stað verða neytendurnir feitari og heilsutæpari, þá verða bændurnir blankari og verkamennirnir fátækari, svo er verr farið með dýrin og gróðurinn, sífellt meira notað af eiturefnum við framleiðsluna, meira af orku við flutninginn og meira af lýgi við söluna. Og svo borðum við minnst af matnum heldur hendum bróðurpartinum. Ef eitthvað er til í því að fólk sé það sem það borðar erum við á Vesturlöndum sturluð og viti skert.“...
Meira
01.02.2016 - 22:29 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,BIB

1. febrúar 1980 - Vigdís Finnbogadóttir tilkynnir forsetaframboð

Vigdís Finnbogadóttir leikhússtjóri tilkynnti þann 1. febrúar 1980 að hún gæfi kost á sér í forsetakjör. 
Hún sagði í samtali við Morgunblaðið að það hefði ýtt undir ákvörðunina að hún fékk „skeyti frá sjómönnum, fallegt skeyti, þar sem ég var hvött til þessa“. Vigdís sigraði í kosningunum 29. júní.


Fyrsta embættusverk hennar sem forseti Íslands var að Hrafnseyri við Arnarfjörð þann 3. ágúst 1980.


 
...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31