Gamla fréttin - 28. janúar 2013 - Sólar- og Icesave-kaffi í Lambhaga á Selfossi
Dýrfirsku hjónin, Gerður Matthíasdóttir og Ólafur Bjarnason, sem búa í Lambhaga á Selfossi og hafa búið í bænum frá 1975, buðu til sólarfagnaðar að vestfirskum sið vegna hækkandi sólar og jafnframt í tilefni sigurs Íslands í Icesave-málaferlunum er lauk í morgun. Á borðum voru rjóma- og sykraðar pönnukökur ásamt sörum.
Til fagnaðrins var boðið Önfirðingunum á Eyrarbakka; Jónu G. Haraldsdóttur og Birni Inga Bjarnasyni sem hafa búið við Ströndina frá 1999. Sérstakir gestir voru síðan norðlensku hjónin; Stefán Magnússon, Eyfirðingur og Kristín Friðriksdóttir frá Dalvík en þau hafa búið á Selfossi frá 1959.
Í lokin var síðan skálað fyrir hækkandi sól og Icesavesigri.
...Meira