Farið út á stéttarnar!
Hvernig ætli standi á því að sumt langskólagengið fólk kann oft ekki að ræða mál efnislega? Íslendingar verða skelfingu lostnir og setur hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls sagði Nóbelsskáldið. Margir þeirra virðast hvorki kunna, geta né vilja ræða saman á málefnalegn hátt. Það þarf ekki annað en líta til Alþingis. Eða í stjórnarráðið. Þar virðast sumir lögfræðingar ekki kunna að búa lagafrumvörp í hendur alþingismanna svo dæmi sé nefnt. Það virðist oft vanta skilning á efninu sem er til umræðu hverju sinni. Í gamla daga sömdu þingmenn oft lagafrumvörp við eldhúsborðið heima hjá sér. Og enginn kvartaði!
Aftur á móti getur verið ráð að fara út á stéttarnar og ræða við almúgamanninn ef maður ætlar að fá einhverja efnislega umræðu af viti. Eða kaffistofuna. Eða bara í heitu pottana.