02.02.2016 - 06:48 | BIB,Morgunblaðið,Vestfirska forlagið
Vilborg Davíðsdóttir mun gegna starfi Jónasar
Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur frá Þingeyri mun gegna starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist við Háskóla Íslands á yfirstandandi vormisseri. Hún mun vinna með ritlistarnemum að ritun sögulegra skáldverka.
Fyrstur til að gegna starfinu, sem kunnir höfundar taka að sér í eitt til tvö misseri, var Sigurður Pálsson skáld.
Morgunblaðið þriðjudagurinn 2. febrúar 2016.