A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
17.02.2016 - 10:07 | Vestfirska forlagið,BIB

Fjölsótt Sólarkaffi Vestfirðinga á Suðurland

Þingeyringarnir Gerður Matthíasdóttir og Ólafur Bjarnason drógu út vinningshafa með bókum Vestfirska forlagsins.
Þingeyringarnir Gerður Matthíasdóttir og Ólafur Bjarnason drógu út vinningshafa með bókum Vestfirska forlagsins.
« 1 af 47 »

Sunnudaginn 14. febrúar sl. héldu Vestfirðingar á Suðurlandi fjölsótt sólarkaffi í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka. Gestir voru á öllum aldri en elst var Jensína Guðmundsdóttir 98 ára, fyrrum húsfrú á Tannanesi í Önundarfirði, en hún kom í kaffið með nokkrum börnum sínum og tengdabörnum.

Elfar Guðni Þórðarson, listmálari á Stokkseyri, var  með málverkasýningu sem nefndist   Frá Djúpi til Dýrafjarðar.

Önfirðingurinn á Eyrarbakka, Víðir Björnsson,  sýndi nokkrar af ljósmyndum sínum sem hann hefur tekið á síðustu misserum í Flóanum og fyrir vestan.

Vestfirska forlagið á Þingeyri sendi góðar kveðjur á Sólarkaffið með póstkortum til allra gesta og einnig fengu 10 þeirra eintök af bókunum Frá Bjargtöngum að Djúpi. Þingeyringarnir Gerður Matthíasdóttir og Ólafur Bjarnason sáu um að draga út hina heppnu gesti.

Pétur Bjarnason frá Bíldudal kom með nikkuna og stjórnaði fjöldasöng og var mikil uppruna- og átthaga stemmning hjá sólarkaffisgestunum.

Heiðursgestur á sólarkaffinu var síðan „sólin“ sjálf sem skein glatt í suð-vestrinu  með mikilli endurspeglun á snæviþöktu Suðurlandinu.  Víst er að sólin alla daga hér á Suðurlandinu  gleður mjög hina aðfluttu Vestfirðinga. Í flestum byggða Vestfjarða sér ekki til sólar í um tvo og hálfan hánuð; það er frá um miðjan nóvember og nær því út janúar en það fer nokkuð eftir staðháttum. Því er löng hefð fyrir því vestra að fagna komu sólarinnar veglega með kaffi og pönnukökum.


Þökk sé hinum mikla meistara sem skóp sólina með allri þeirri birtu og ytri sem innri yl sem henni fylgir.

Myndaalbúm með 48 myndum.
Smella á þessa slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/277190/
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31