23.02.2016 - 08:05 | Vestfirska forlagið
Úr sagnabanka Hafliða Magnússonar: - Búseta við lækinn
Lítil málakunnátta sjómanna hefur stundum háð þeim er þeir sigldu til útlanda og gat iðulega orðið úr því nokkur misskilningur. Skipshöfn ein var stödd í Grimsby og var þar á meðal Hafnfirðingur einn. Menn fóru nokkrir saman inn á veitingahús og pöntuðu sér þar ýmsar tegundir drykkja, en þegar kom að því að þjónninn spurði Hafnfirðinginn hvað honum líkaði helst til drykkjar, stóð allt í honum enda skildi hann ekki orð af því sem þjónninn sagði. Varð veitingamanni ljóst, að hann yrði sjálfur að taka ákvörðun fyrir manninn og sagði því aðeins:
Allright, as you like.
Hafnfirðingurinn varð undrandi, en ljómaði þó af ánægju og sagði;
Hvernig veit hann að ég á heima upp með Læk?