Gamla kaupfélagssjoppan hefur fengið heilmikla andlitslyftingu. Þar voru listaverk af ýmsu tagi til sýnis. Einkum frá sjávarsíðunni. Ljósm. H. S.
Frumsýnd var í kjallaranum í Simbahöll stuttmynd eftir Hauk Sigurðsson, fyrrum tjaldbúa. Þar kemur við sögu Vagna Sólveig Vagnsdóttir sem segir frá draumum sínum fjórum. Mikill fagmaður Haukur. Og aðal leikkonan öllu vön. Ljósm. H. S.
Færleikar úr Fellasókn ásamt fuglum himinsins birtust á tjaldinu hjá tjaldbúanum fyrrverandi. Ljósm. H. S.
Og sjávarfuglar á Þingeyri. Ljósm. H. S.
Landslag í bakgrunni drauma Vögnu Sólveigar. Ljósm. H. S.
Það voru ekki allir háir í loftinu! Ljósm. H. S.
Já, það var heilmikið um að vera á Þingeyri í gær, laugardaginn 20. febrúar 2016.
Veðrið gerði þó nokkuð strik í reikninginn, en samt kómu all margir frá Ísafirði. Það er nefnilega jafn langt frá Ísafirði til Þingeyrar eins og frá Þingeyri til Ísafjarðar!
Svo segja ýmsir spekingar stundum þegar jafnvægi í byggð landsins ber á góma.