A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
07.03.2016 - 07:46 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

And­lát: Jenna Jens­dótt­ir rit­höf­und­ur

Dýrfirðingurinn Jenna Jens­dótt­ir.  Ljósm.: mbl.is/​Styrm­ir Kári
Dýrfirðingurinn Jenna Jens­dótt­ir. Ljósm.: mbl.is/​Styrm­ir Kári

Jenna Jens­dótt­ir, kenn­ari og rit­höf­und­ur, lést á Hrafn­istu í Reykja­vík í gær, á 98. ald­ursári. Eft­ir hana og Hreiðar Stef­áns­son, mann henn­ar, ligg­ur mik­ill fjöldi barna- og ung­linga­bóka. Þekkt­ast­ar eru Öddu­bæk­urn­ar.

Jenna fædd­ist 24. ág­úst 1918 á Læk í Dýraf­irði. For­eldr­ar henn­ar voru Ásta Sóllilja Kristjáns­dótt­ir hús­freyja og Jens Guðmund­ur Jóns­son, bóndi og kenn­ari.

Hún stundaði nám við Kenn­ara­skól­ann og nam við Há­skóla Íslands, auk leik­list­ar­náms hjá Lár­usi Ing­ólfs­syni. Hún stofnaði „Hreiðars­skóla“ á Ak­ur­eyri ásamt manni sín­um árið 1942 og starfaði við hann í 21 ár og síðan við Barna­skóla Ak­ur­eyr­ar og Gagn­fræðaskóla Ak­ur­eyr­ar. Eft­ir að þau fluttu til Reykja­vík­ur árið 1963 var Jenna kenn­ari við Lang­holts­skóla í tvo ára­tugi, við Barna­skóla Garðabæj­ar og lengi við Náms­flokka Reykja­vík­ur. Hún var bók­mennta­gagn­rýn­andi, þátta- og greina­höf­und­ur við Morg­un­blaðið í ára­tugi.

Hún er höf­und­ur á þriðja tug bóka fyr­ir börn og ung­linga ásamt Hreiðari. Hún gaf einnig út eina ljóðabók og tvö rit með smá­sög­um.

Jenna var virk í fé­lags­mál­um, starfaði meðal ann­ars í barna­vernd­ar­nefnd og Kven­fé­lag­inu Framtíðinni á Ak­ur­eyri og var í stjórn og um tíma formaður Fé­lags ís­lenskra rit­höf­unda. Hún var einn stofn­enda Delta Kappa Gamma á Íslandi og var í skóla­safna­nefnd Reykja­vík­ur. Hún hlaut ýms­ar viður­kenn­ing­ar fyr­ir störf að fræðslu­mál­um og ritstörf. Síðast var hún heiðruð á Menn­ing­ar­hátíð Seltjarn­ar­ness á síðasta ári en hún bjó á Seltjarn­ar­nesi í mörg ár.

Eig­inmaður Jennu var Hreiðar Stef­áns­son, kenn­ari og rit­höf­und­ur. Hann lést fyr­ir rúm­um tutt­ugu árum. Syn­ir þeirra eru lækn­arn­ir Ástráður Bene­dikt og Stefán Jó­hann. Barna­börn og barna­barna­börn Jennu og Hreiðars eru orðin 23.

 

Morgunblaðið mánudagurinn 7. mars 2016

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31