A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
08.03.2016 - 10:48 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,BIB

Eng­ar stór­hvala­veiðar sumarið 2016

Langreyð dreg­in inn í hval­stöðina í Hval­f­irði. Ljósm.: mbl.is/​Golli
Langreyð dreg­in inn í hval­stöðina í Hval­f­irði. Ljósm.: mbl.is/​Golli
« 1 af 2 »

Eng­ar hval­veiðar verða á veg­um Hvals hf. næsta sum­ar (2016). Kristján Lofts­son, fram­kvæmda­stjóri Hvals, staðfest­ir þetta í sam­tali í Morg­un­blaðinu í dag (25. feb.2016). Hann seg­ir fyr­ir­tækið hafa mætt enda­laus­um hindr­un­um við að koma hvala­af­urðum á markað í Jap­an.

Hann seg­ir hindr­an­irn­ar meðal ann­ars fel­ast í sí­end­ur­tekn­um efna­grein­ing­um þar sem Jap­an­ir beiti yfir 40 ára göml­um aðferðum sem hvergi séu notaðar ann­ars staðar í heim­in­um. Þetta geri þeir þrátt fyr­ir að efna­grein­ing­ar­vott­orð fylgi afurðunum.

„Ef Jap­an­ir taka ekki upp nú­tíma­leg­ar rann­sókn­araðferðir eins og notaðar eru hér á landi, þannig að sam­bæri­leg­um aðferðum sé beitt í báðum lönd­um, mun Hval­ur ekki leng­ur geta stundað hval­veiðar fyr­ir Jap­ans­markað. Jap­an er okk­ar aðal­markaður og þess vegna er þessu sjálf­hætt,“ seg­ir Kristján í Morgunblaðinu.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31