A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
07.03.2016 - 11:12 | Vestfirska forlagið,Magnus Hlynur Hreiðarsson á visir.is

Sigurður dýralæknir: Kæruleysi og einhver aumingjaháttur!

Sigurður Sigurðarson.
Sigurður Sigurðarson.

Sigurður vinur okkar Sigurðarson, dýralæknir, hefur árum saman bent á illa meðferð útigangshrossa og annarra málleysingja. Það virðist vera eins og að skvetta vatni á gæs.

Hagnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður rædddi við Sigurð.

Sigurður Sigurðarson, dýralæknir, hefur víða komið við í starfi sínu en starfaði þó lengst af á Keldum og var um tíma yfirdýralæknir. Honum er umhugað um velferð dýra.

Nú hefur hann tekið saman lista yfir nokkra staði í kringum Selfoss þar sem hann segir að slæm meðferð fari fram á hrossum á útigangi. Listinn er komin til Matvælastofnunnar og lögreglunnar í þeirri  von að eitthvað verði gert í málinu.

„Það er náttúrulega alveg hörmung að vita til þess árið 2016 að menn skuli leyfa sér þetta. Þetta er skömm, skömm fyrir eigendurna, skömm fyrir okkur öll, skömm fyrir þá sem eiga að bera ábyrgð á því að líta eftir þessu því þeir fylgja því ekki nóg eftir,“ segir Sigurður.

Hvernig stendur á því að menn gefa hrossunum ekki að éta?

„Það er nú varla hægt að segja að það sé vegna þess að það vanti hey því það er nú yfirfljótandi hey í landinu. Ætli það sé ekki bara kæruleysi og einhver aumingjaháttur. Sumir eru veikir, andlega veikir, og sinna þessu ekki eins og á að vera en þar eiga að koma til opinberir aðilar og leiðbeina mönnum og aðstoða þá.“

Sigurður biðlar til almennings að láta Matvælastofnun eða lögreglu vita um illa meðferð á dýrum.

„Nú þurfa menn að líta í sinn barm og láta í sér heyra og ekki ætla öðrum að sjá um að halda uppi vörnum fyrir skepnurnar sem að kveljast af skjólleysi og heyleysi og vatnsleysi líka. Það er sums staðar vandi með vatn,“ segir Sigurður og er með þessi skilaboð til þeirra hestamanna sem fara ekki vel með hrossin sín.

„Menn sem eiga hross sem þeir eru ekki að sinna, þeir ættu sjálfir að standa illa búnir yfir nótt hjá hrossunum sínum og upplifa það sem þau gera: kulda og hungur.“

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31