17.03.2016 - 07:31 | bb.is,Vestfirska forlagið
Tilvera þorps þegar kvótinn fer
Heimildarmyndin Veðrabrigði eftir Ásdísi Thoroddsen verður sýnd í Ísafjarðarbíói á fimmtudagskvöld 17. mars 2016.
Myndin fjallar um Flateyri og afleiðingar kvótakerfis á mannlíf og byggð í þorpinu. Gríðarleg fólksfækkun hefur verið á Flateyri undanfarinn áratug, sérstaklega eftir sölu Kambs á öllum eignum sínum, bátum og veiðiheimildum, árið 2007 og um það bil 120 manns misstu vinnuna.
Myndin fjallar um Flateyri og afleiðingar kvótakerfis á mannlíf og byggð í þorpinu. Gríðarleg fólksfækkun hefur verið á Flateyri undanfarinn áratug, sérstaklega eftir sölu Kambs á öllum eignum sínum, bátum og veiðiheimildum, árið 2007 og um það bil 120 manns misstu vinnuna.