A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
18.04.2016 - 08:09 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Algengustu bæjanöfn á Íslandi

Bærinn Hóll fyrir botni Önundarfjarðar. Ljósm.: BIB
Bærinn Hóll fyrir botni Önundarfjarðar. Ljósm.: BIB

Úr því verið er að tala um gömlu hreppaheitin, er sjálfsagt að rifja upp helstu bæjaheiti á landinu. Algengasta bæjarnafnið á Íslandi er nafnið Hóll sem kemur fyrir 31 sinni í Bæjatalinu 2011. Fast á hæla þess er Hvammur og Bakki í þriðja sæti.

Hér að neðan er birtur listi yfir 10 algengustu bæjanöfnin. Fjöldi tilfella er sýndur í sviga fyrir aftan nöfnin. Tölurnar miðast við Bæjatalið eins og það var í maí 2011. Heimild: Stofnun Árna Magnússonar.

  1. Hóll (31)
  2. Hvammur (28)
  3. Bakki (24)
  4. Hlíð (22)
  5. Grund (21)
  6. Brekka (20)
  7. Gröf (19)
  8. Þverá (18)
  9. Kirkjuból (17)
  10. Tunga (17)
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31