18.04.2016 - 08:09 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið
Algengustu bæjanöfn á Íslandi
Úr því verið er að tala um gömlu hreppaheitin, er sjálfsagt að rifja upp helstu bæjaheiti á landinu. Algengasta bæjarnafnið á Íslandi er nafnið Hóll sem kemur fyrir 31 sinni í Bæjatalinu 2011. Fast á hæla þess er Hvammur og Bakki í þriðja sæti.
Hér að neðan er birtur listi yfir 10 algengustu bæjanöfnin. Fjöldi tilfella er sýndur í sviga fyrir aftan nöfnin. Tölurnar miðast við Bæjatalið eins og það var í maí 2011. Heimild: Stofnun Árna Magnússonar.
- Hóll (31)
- Hvammur (28)
- Bakki (24)
- Hlíð (22)
- Grund (21)
- Brekka (20)
- Gröf (19)
- Þverá (18)
- Kirkjuból (17)
- Tunga (17)