Hin fornu hreppaheiti
Sannleikurinn er sá, að það er farið að fyrnast yfir hin gömlu hreppaheiti. Það er eins og með annað. Full ástæða er til að rifja upp heiti þeirra hér á Þingeyrarvefnum sem og annarsstaðar. Um 1970 voru þau þessi í Ísafjarðarsýslu, samkv. heimild Árnastofnunar.
Ísafjarðarsýsla
Vestur-Ísafjarðarsýsla:
Sex voru hreppar í Vestur-Ísafjarðarsýslu síðast þegar talið var. Sunnan frá voru það Auðkúluhreppur, Þingeyrarhreppur, Mýrahreppur, Mosvallahreppur, Flateyrarhreppur og Suðureyrarhreppur.
Norður –Ísafjarðarsýsla:
Níu voru svo hrepparnir í Norður-ísafjarðarsýslu þegar flest var. Sunnan frá voru það Hólshreppur, Eyrarhreppur, Súðavíkurhreppur, Ögurhreppur, Reykjafjarðarhreppur, Nauteyrarhreppur, Snæfjallahreppur. Ekki má svo gleyma Hornströndum. Þar voru forðum Grunnavíkurhreppur og Sléttuhreppur.