A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
18.04.2016 - 08:01 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Hin fornu hreppaheiti

Vestfirðir. Ljósm.: BIB
Vestfirðir. Ljósm.: BIB

Sannleikurinn er sá, að það er farið að fyrnast yfir hin gömlu hreppaheiti. Það er eins og með annað. Full ástæða er til að rifja upp heiti þeirra hér á Þingeyrarvefnum sem og annarsstaðar. Um 1970 voru þau þessi í Ísafjarðarsýslu, samkv. heimild  Árnastofnunar.

 

Ísafjarðarsýsla

Vestur-Ísafjarðarsýsla:

Sex voru hreppar í Vestur-Ísafjarðarsýslu síðast þegar talið var.  Sunnan frá voru það Auðkúluhreppur, Þingeyrarhreppur, Mýrahreppur, Mosvallahreppur, Flateyrarhreppur  og Suðureyrarhreppur.

Norður –Ísafjarðarsýsla:

Níu voru svo hrepparnir í Norður-ísafjarðarsýslu þegar flest var. Sunnan frá voru það Hólshreppur, Eyrarhreppur, Súðavíkurhreppur, Ögurhreppur, Reykjafjarðarhreppur, Nauteyrarhreppur, Snæfjallahreppur.  Ekki má svo gleyma  Hornströndum. Þar voru forðum Grunnavíkurhreppur og Sléttuhreppur.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31