A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
21.04.2016 - 17:50 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Sumardagurinn fyrsti

1.	Þórður J. Sigurðsson, útvegsbóndi í Skjólvík á Þingeyri. Hér stendur Þórður að kveldi síðasta vetrardags við nýja handriðið úr ryðfríu stáli sem hann setti upp í vetur, lagtækur maðurinn. Ljósm. H. S.
1. Þórður J. Sigurðsson, útvegsbóndi í Skjólvík á Þingeyri. Hér stendur Þórður að kveldi síðasta vetrardags við nýja handriðið úr ryðfríu stáli sem hann setti upp í vetur, lagtækur maðurinn. Ljósm. H. S.
« 1 af 3 »

Um miðja 19. öld, þegar byrjað er að safna skipulega heimildum um þjóðsiði, ber mönnum saman um  að sumardagurinn fyrsti hafi verið mesta hátíð hér á landi næst jólunum. Sumargjafir eru miklu eldri en jólagjafir. Ekki voru unnin nema nauðsynjastörf. Samkomur hefjast á þessum degi í sveitum og bæjum seint á 19. öld. Eftir aldamót  tengjast þær ungmennafélögunum. Frá þriðja áratugnum hefur dagurinn verið helgaður börnum með skrúðgöngum, skemmtunum og útgáfustarfi. Fyrsti barnadagurinn var í Rvk. 1921.

Elsta persónuleg  sumarkveðja sem fundist hefur er frá Sigurði Péturssyni sýslumanni og leikskáldi til Sigurðar Thorgrímsens landfógeta árið 1817 og virðist ætluð til söngs:

    Elskulegi landfógeti!

   :,: lastið ekki það eg gel :,:

    Heldur bið eg blíður meti

    bögu þá af hendi sel:

    Elski yður guð og gumar,

    gleðilegt og indælt sumar,

    jafnan yður vegni vel!!!

(Heimild: Saga daganna eftir Árna Björnsson)

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31