06.05.2016 - 16:33 | Vestfirska forlagið,bb.is
Ernismenn syngja inn vorið á Þingeyri í kvöld
Karlakórinn Ernir syngur vorið í hjörtu íbúa norðanverðra Vestfjarða þessa dagana, en nú fara í hönd árlegir vortónleikar kórsins. Karlarnir hafa verið iðnir við æfingar í vetur undir styrkri stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur, og undirleikur hefur verið í höndum Kristínar Hörpu Jónsdóttur. Þær stöllur munu vera með þeim á tónleikunum, ásamt hljóðfæraleikurunum Guðmundi Hjaltasyni, Stefáni Baldurssyni og Elíasi Skaftasyni. Bjarney Ingibjörg mun syngja einsöng, og það mun einnig gera Pétur Ernir Svavarsson.
Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld, föstudaginn 6. maí 2016 kl. 20:00, í Félagsheimilinu á Þingeyri.
Á sunnudag verða tvennir tónleikar. Klukkan 14 í Félagsheimili Bolungarvíkur og klukkan 17 í Ísafjarðarkirkju.
Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld, föstudaginn 6. maí 2016 kl. 20:00, í Félagsheimilinu á Þingeyri.
Á sunnudag verða tvennir tónleikar. Klukkan 14 í Félagsheimili Bolungarvíkur og klukkan 17 í Ísafjarðarkirkju.