A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
20.05.2016 - 06:15 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Strandveiðarnar á Þingeyri: - Skipshöfn ráðin upp á hálfdrætti á m/b Dýrfirðing

M/b Dýrfirðingur.
M/b Dýrfirðingur.
« 1 af 2 »

   Þórður J. Sigurðsson, útvegsbóndi, hefur gefið út að hann muni ekki fara á strandveiðar að þessu sinni. Fæturnir farnir að gefa sig hjá karlinum. Sú undarlega fiskisaga flýgur þó fyrir þessa dagana, að hann sé samt búinn að ráða skipshöfn á m/b Dýrfirðing upp á sumarið! Eru það þeir Stóri-Grímur léttadrengur, sem verður fiskiskipstjóri, Bjarni Georg útgerðarstjóri, sem verður 1. vélstjóri og eiturbrasari og Guðmundur póstmeistari sem léttmatrós og fjölmiðlafulltrúi. Eins og allir vita eru þetta miklir spekingar alla vega til lands. Spurning hvernig þeir reynast til sjós. Bjarni Georg er þó öllum hnútum kunnugur frá fyrri tíð hjá þeim hjónum Ægi konungi og Rán konu hans.

   Reiknað er með að þeir félagar verði upp á hálfdrætti hjá Dúdda, sem verður auðvitað aðal skipperinn með sixpensarann sinn. Hinn er bara leppur. Spurning hvort það verði þá svipað og með Jón Sigurðsson forðum. Margir muna að hann var á unglingsárum ráðinn upp á hálfan hlut á útvegi Sigurðar föður síns í Verdölum í Arnarfirði. Hrólfur Hrólfsson frá Karlsstöðim innan Hrafnseyrar var trúlega formaður. Þegar þeir komu að úr fyrsta róðrinum heimtaði okkar maður fullan hlut. Sagðist hafa unnið fyrir honum eins og hinir hásetarnir. Varð Hrólfur formaður að láta sér það líka.

   Samið hefur verið um að þeir á Dýrfirðingi taki allan kost út hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga. Kemur þar á móti, að afli verður lagður upp hjá Hraðfrystihúsi Dýrfirðinga. Hálfdrættingarnir fá þó að hirða allt tros.

Og reynir nú á.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31