A A A
  • 1956 - Sigurður Pétur Jónsson
  • 1962 - Sighvatur Jón Þórarinsson
30.05.2016 - 20:34 | Fréttablaðið,Vestfirska forlagið

30. maí 1851 - Jón Sigurðsson verður forseti

Jón Sigurðsson.
Jón Sigurðsson.
Þann 30. maí 1851 var Jón Sigurðsson kosinn forseti Kaupmannahafnardeildar Hins íslenska bókmenntafélags og gegnir þeirri stöðu til dauðadags. 
Af því var hann jafnan nefndur Jón forseti. 
Um skeið var hann einnig forseti Alþingis....
Meira
30.05.2016 - 11:50 | bb.is,Vestfirska forlagið

Hrafninn á hvíta tjaldið

Dýrfirðingurinn Vilborg Davvíðsdóttir.
Dýrfirðingurinn Vilborg Davvíðsdóttir.
Kvikmyndagerðarmennirnir Bergsteinn Björgúlfsson og Ólafur Darri Ólafsson hafa gert samning við Vilborgu Davíðsdóttur rithöfund um gerð handrits og kvikmyndar byggðri á skáldsögu hennar Hrafninum. Kvikmyndamiðstöð Íslands hefur veitt Köggli sf., fyrirtæki Bergsteins, styrk til handritsskrifa og er hann þegar byrjaður á verkinu. Hrafninn kom út árið 2005 hjá Máli og menningu og var Vilborg tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir bókina. Útgáfurisinn Bertelsmann gaf Hrafninn út fyrir fáum árum í Þýskalandi undir titlinum Die Winterfrau og hefur verkið hlotið afar góðar viðtökur þar. 
Dýrfirðingurinn Vilborg Davíðsdóttir er einn af ástsælli rithöfundum þjóðarinnar og hefur hún að mestu fengist við að skrifa sögulegar skáldsögur. Á síðasta ári kom út bókin hennar Ástin, drekinn og dauðinn þar sem hún sagði frá glímu eiginmanns hennar við banvænt mein, makamissinum og eigin lífi fyrsta árið frá fráfalli hans....
Meira
27.05.2016 - 21:11 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Stjórnarbylting á Brekku í Dýrafirði!

Úr fjárhúsunum á Brekku í Dýrafirði fyrir byltingu. Ljósm. H. S.
Úr fjárhúsunum á Brekku í Dýrafirði fyrir byltingu. Ljósm. H. S.
« 1 af 3 »

Í fyrradag var framkvæmd stjórnarbylting á sauðburðinum í fjárhúsunum á Brekku í Dýrafirði. Það var flauelsbylting að mestu leyti líkt og búsáhaldabyltingin forðum.


   Frá því er að segja, að léttadreng staðarins var farið að blöskra parrukið og innistaðan á fénu í húsunum. Þær Guðrúnarnar eru með tvílemburnar í stíum í allt uppundir 10 daga á sauðburðinum. Og ekki þykir það neitt áhorfsmál að hafa einlemburnar svo sem í viku í sér stíum. Drengurinn er búinn að röfla um þetta í mörg ár án árangurs.


   Jæja. Hann hleypti í sig kjarki og setti eina þrílembu, fjórar tvílembur og tvær einlembur í sérstakt hólf fyrir innan fjárhúsið. Logn var veðurs, sólskin og 12 stiga hiti. Gat ekki verið betra . Það varð allt vitlaust og byltingarástand á staðnum í heilan dag. Þó þetta hafi átt að heita flauelsbylting, þá hefur Grímur  léttadrengur síðan bara eina tönn í efra góm!

...
Meira
27.05.2016 - 07:15 | Guðmundur Jón Sigurðsson,Björn Ingi Bjarnason,Vestfirska forlagið

Sóley ÍS 225 í hálfa öld - dagskrá afmælisferðar

Sóley ÍS 225 sem lengi var gerð út frá Flateyri. Kom ný til Flateyrar þann 27. maí 1966.
Sóley ÍS 225 sem lengi var gerð út frá Flateyri. Kom ný til Flateyrar þann 27. maí 1966.
« 1 af 3 »

Starfshópur um 50 ára afmæli Sóleyjar ÍS 225 frá Flateyri kom saman til fundar í gær hvar lögð var hin þekkta lokahönd á gerð dagskrár fyrir afmælisferðin á laugardaginn 28. maí 2016. Starfshópinn skipa Gudmundur Einar JonssonGuðmundur Sigurðsson og Björn Ingi Bjarnason
Svo segir í bókun fundarins:



Ákveðið er að -Menningarsjóður Allrahanda- bjóði til 50 ára afmælisferðar Sóleyjar ÍS 225 laugardaginn 28. maí 2016 og hefur ferðin fengið heitið:


„Brunað um boðaföll Sóleyjar á Suðurlandi"


Heiðursgestur í ferðinni verður Emil Ragnar Hjartarson kennimaður, skólastjóri og sagnameistari.


Dagskrá:


...
Meira
27.05.2016 - 06:45 | Emil Ragnar Hjartarson,Vestfirska forlagið

ÞORSKASTRÍÐ Á ÞINGEYRI

Emil Ragnar Hjartarson.
Emil Ragnar Hjartarson.
Við Benni ( Benjamín Oddsson - tengdasonur Dýrafjarðar) vorum á rúntinum á Í-53 eins og svo oft áður. Við hús Verslunarfélags Dýrafjarðar voru nokkrir breskir togaramenn. Þeir voru að bjástra við að lyfta hestasteininum sem þarna stóð og gekk ekkert.. Það var járnlykkja að grípa í en bæði var steinninn þungur og þurfti ákveðið lag til að láta vatna undir hann. Ég hafði aldrei klárað þá aflraun, Benni margoft og nú lemur hann í stýrið eins og vandi hans var ef leggja þurfti sérstaka á sérstaka áherslu: " Nú tekur þú helvítis steininn Milli "---snarast út,grípur í kenginn og upp fer steinninn. Í æsingnum tekst mér nú þessi þraut, man ekki hvort ég gat það nokkurn tíman aftur. Benni snýr sér,að breskum og les þeim pistilinn, kvað þennan ámáttlega þjóðflokk samanstanda af roðhænsnum, bófum og harðstjórum. Bretar skilja ekki orð en fas og raddbeiting ræðumanns var nóg til að þeim hlaut að vera ljóst að þarna var ekki flutt neitt velkomendaminni....
Meira
27.05.2016 - 06:42 | bb.is,Vestfirska forlagið

Vegagerð um Teigskóg gæti hafist á næsta ári

Mynd sem sýnir fyrirhugað vegstæði. Mynd: visir.is.
Mynd sem sýnir fyrirhugað vegstæði. Mynd: visir.is.
Vegamálastjóri vonast til að hin umdeilda vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði verði boðin út fyrir áramót og að endurskoðun umhverfismats ljúki í sumar. Þetta kom fram í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í frétt á Vísi segir að deilurnar um hvort Vestfjarðavegur um Gufudalsveit verði lagður um Teigsskóg virðist vera sagan endalausa og rifjað upp þegar vegamálaráðherra síðustu ríkisstjórnar, Ögmundur Jónasson, sagði nei, hafi Vestfirðingar strunsað út af mótmælafundi á Patreksfirði....
Meira
26.05.2016 - 11:49 | bb.is,Vestfirska forlagið

Fjöruperlur á ferð og flugi

Giddý í með úrvali af skartgripum sínum.
Giddý í með úrvali af skartgripum sínum.
Kristín Þórunn Helgadóttir, konan á bak við Fjöruperlurnar, hefur opnað færanlega sölubúð sem hún trillar með á höfnina þegar skemmtiferðaskip leggja að bryggju á Ísafirði. Giddý, líkt og hún er yfirleitt kölluð, segir þetta einskæra tilraunastarfsemi sem hafi fæðst í kjölfar þess að hún missti vinnuna í útibúi Landsbankans á Þingeyri er starfsemi þess var dregin mikið saman á síðasta ári. Tæplega 80 skipakomur eru bókaðar í sumar og ljóst að Giddý mun verja talsverðum tíma á höfninni, en þegar hafa fjögur skemmtiferðaskip komið til hafnar og þar af góðvinur hafnarinnar, Fram, komið tvisvar....
Meira
26.05.2016 - 07:49 | Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

171 ár frá dauða Jónasar Hallgrímssonar - 26. maí 1845

Framan við íbúð Jónasar Hallgrímssonar í Kaupmannahöfn. Ljósm.: BIB
Framan við íbúð Jónasar Hallgrímssonar í Kaupmannahöfn. Ljósm.: BIB
Jónas Hallgrímsson skáld og náttúrufræðingur lést í Kaupmannahöfn þann 26. maí 1845, 37 ára. 

Hann var einn Fjölnismanna. 
Konráð Gíslason sagði um Jónas: „Það sem eftir hann liggur mun lengi halda uppi nafni hans á Íslandi.“...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31