30. maí 1851 - Jón Sigurðsson verður forseti
Af því var hann jafnan nefndur Jón forseti.
Um skeið var hann einnig forseti Alþingis....
Meira
Í fyrradag var framkvæmd stjórnarbylting á sauðburðinum í fjárhúsunum á Brekku í Dýrafirði. Það var flauelsbylting að mestu leyti líkt og búsáhaldabyltingin forðum.
Frá því er að segja, að léttadreng staðarins var farið að blöskra parrukið og innistaðan á fénu í húsunum. Þær Guðrúnarnar eru með tvílemburnar í stíum í allt uppundir 10 daga á sauðburðinum. Og ekki þykir það neitt áhorfsmál að hafa einlemburnar svo sem í viku í sér stíum. Drengurinn er búinn að röfla um þetta í mörg ár án árangurs.
Jæja. Hann hleypti í sig kjarki og setti eina þrílembu, fjórar tvílembur og tvær einlembur í sérstakt hólf fyrir innan fjárhúsið. Logn var veðurs, sólskin og 12 stiga hiti. Gat ekki verið betra . Það varð allt vitlaust og byltingarástand á staðnum í heilan dag. Þó þetta hafi átt að heita flauelsbylting, þá hefur Grímur léttadrengur síðan bara eina tönn í efra góm!
...Starfshópur um 50 ára afmæli Sóleyjar ÍS 225 frá Flateyri kom saman til fundar í gær hvar lögð var hin þekkta lokahönd á gerð dagskrár fyrir afmælisferðin á laugardaginn 28. maí 2016. Starfshópinn skipa Gudmundur Einar Jonsson, Guðmundur Sigurðsson og Björn Ingi Bjarnason.
Svo segir í bókun fundarins:
Ákveðið er að -Menningarsjóður Allrahanda- bjóði til 50 ára afmælisferðar Sóleyjar ÍS 225 laugardaginn 28. maí 2016 og hefur ferðin fengið heitið:
„Brunað um boðaföll Sóleyjar á Suðurlandi"
Heiðursgestur í ferðinni verður Emil Ragnar Hjartarson kennimaður, skólastjóri og sagnameistari.
Dagskrá: