22.05.2016 - 20:42 | Vestfirska forlagið,Blaðið - Vísir,Alþingi,timarit.is
Skúli Thoroddsen (1859-1916)
Blaðið Vísir 22. maí 1916.
Blaðið Vísir 22. maí 1916.
Blaðið Vísir 22. maí 1916.
Skúli Thoroddsenb var fæddur í Haga á Barðaströnd 6. janúar 1859, dáinn 21. maí 1916.
Foreldrar: Jón Thoroddsen (fæddur 5. október 1818, dáinn 8. mars 1868) sýslumaður og skáld og kona hans Kristín Ólína Þorvaldsdóttir, fædd Sívertsen (fædd 24. júní 1833, dáin 27. nóvember 1879) húsmóðir, dóttir Þorvalds Sívertsens alþingismanns. (Ættarskrá XV.) Bróðir Þórðar Thoroddsens alþingismanns, faðir Skúla, Katrínar og Sigurðar alþingismanna Thoroddsens og Ragnhildar konu Pálma Hannessonar alþingismanns.
Maki (11. október 1884): Theodora Friðrika Guðmundsdóttir Thoroddsen (fædd 1. júlí 1863, dáin 23. febrúar 1954) húsmóðir og skáld. Foreldrar: Guðmundur Einarsson alþingismaður og kona hans Katrín Ólafsdóttir, dóttir Ólafs Sívertsens alþingismanns. Börn: Unnur (1885), Guðmundur (1887), Þorvaldur (1888), Skúli (1890), Þorvaldur (1892), Kristín Ólína (1894), Katrín (1896), Jón (1898), Ragnhildur (1899), Bolli (1901), Sigurður (1902), Sverrir (1904), María Kristín (1906).
Stúdentspróf Lsk. 1879. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1884.
...
Meira