A A A
  • 1956 - Sigurður Pétur Jónsson
  • 1962 - Sighvatur Jón Þórarinsson
26.05.2016 - 06:11 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Athyglisverð frétt úr Dimmuborgum í Útvarpinu

« 1 af 2 »

Í fyrradag kom athyglisverð frétt í Útvarpinu um uppbyggingu og rekstur á salernisaðstöðu fyrir ferðafólk í Dimmuborgum. Í fréttinni sagði meðal annars:


„Reynslan af þessu er nokkuð góð,“ segir eigandi salernisaðstöðu við Dimmuborgir. Borga þarf 200 krónur inn á klósettið, en aðgangshliðinu er tölvustýrt og nákvæmlega er fylgst með því hve margir borga sig inn. Alltaf eru þó einhverjir sem reyna að svindla sér inn og fá jafnvel hjálp frá leiðsögumönnum til þess.


 

...
Meira
Þorgeir Pálsson.
Þorgeir Pálsson.
Ég er Vestfirðingur; fæddur á Hólmavík 10.04.1963 og er í sambúð með Hrafnhildi Skúladóttur (20.12.1974) frá Þingeyri. Móðurættin mín er frá Suðureyri í Tálknafirði, en föðurættin af Ströndum. Við Hrafnhildur eigum Heklu Karítas (26.03.2013). Hrafnhildur á svo Jóhönnu Rannveigu (17.05.2006) og ég á Stefán Þór (12.02.1993). Við búum á Hólmavík, nema sonur minn, sem býr í Garðabæ. Helstu áhugamál fyrir utan stjórnmál eru; tónlist; Blues, Rock, Jazz, gamlir bátar, íþróttir, útivist, matreiðsla, góðar bíómyndir og skáldskapur.
Það hefur lengi blundað í mér að blanda mér í landsmálapólitík með það í huga að vinna að úrbótum, umbótum, framförum og tala fyrir betra og skilvirkara samfélagi. Ég sé tækifæri í aðkomu Pírata að íslenskum stjórnmálum og ég skynja þar möguleika á að ná fram breytingum sem eru löngu tímabærar....
Meira
24.05.2016 - 08:11 | Vestfirska forlagið,bb.is

Hótel Sandafell á Þingeyri stækkar

Hótel Sandafell á Þingeyri stækkar.
Hótel Sandafell á Þingeyri stækkar.
« 1 af 2 »
Ráðist hefur verið í endurbætur og stækkun á Hótel Sandafelli á Þingeyri enda búist við mikilli fjölgun ferðamanna. Sjö tveggja til þriggja manna herbergi hafa nú verið útbúin til viðbótar við þessi fjórtán sem fyrir voru. Pálína Færseth hótelstjóri á Hótel Sandafelli segir að bókunarstaða fyrir sumar sé góð enda hafi „Trip Advisor“ einkunn hótelsins farið úr 6,1 upp í 8,1 á einu ári. Veitingasala er opin á hótelinu í sumar, frá klukkan 18:00 – 21:00 og mælir Pálína sérstaklega með heimbakaða rúgbrauðinu og spriklandi ferskum silungi og þorski. 
Búið er að manna hótelið í sumar en fimm starfsmenn verða í fullu starfi en á álagstímum verða fleiri kallaðir til verka....
Meira
23.05.2016 - 20:43 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Varað við snjóhengju!

Snjóhengja í Hrafnseyrarheiði. Þetta getur farið af stað hvenær sem er eftir því sem leikmenn ímynda sér. Ljósm. H. S.
Snjóhengja í Hrafnseyrarheiði. Þetta getur farið af stað hvenær sem er eftir því sem leikmenn ímynda sér. Ljósm. H. S.
« 1 af 2 »

Að norðanverðu í Hrafnseyraheiðinni er mikil snjóhengja á einum stað. Viljum við hjá Þingeyrarvefnum benda mönnum á að stoppa alls ekki undir henni. Hún getur farið af stað hvenær sem er. Sjá meðf. myndir. 


   Um daginn stóðu útlendingar undir hengjunni við myndatöku. Slíkt er auðvitað fáránlegt. En það er bara einn liður í  andvaraleysi okkar Íslendinga við móttöku erlendra  ferðamanna. Við gleymum að mestu leyti að vara þá við þeim hættum sem á landinu felast. En að græða á þeim! Það ætlum við að gera.

...
Meira
23.05.2016 - 07:02 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Einn góður af séra Baldri: - Ástarsorgin

Síra Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði í Djúpi. Teikning.: Ómar Smári Kristinsson.
Síra Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði í Djúpi. Teikning.: Ómar Smári Kristinsson.

Og er nú tímabært að birta hér einn góðan af séra Baldri. Margir hér vestra og víðar sakna þessa góða guðsmanns, sem farinn er á betri lendur. Enginn kemur í hans stað svo séð verði. En sögurnar af honum munu halda nafni hans og Vatnsfjarðar og Djúpsins alls á lofti um ókomna tíð.


   Til gamans skal það rifjað upp, að Séra Hildur Eir Bolladóttir sagði í viðtali í Mogganum um daginn, að hvað húmorinn varðaði héldi hún að það væri vonlaust að vera húmorslaus prestur. Starfið væri oft svo súrrealískt að menn gætu orðið brjálaðir ef þeir sæju ekki spaugilegar hliðar þess.


Séra Baldur Vilhelmsson, prófastur í Vatnsfirði í Djúpi, var eitt sinn að hugga sóknarbarn sitt, stúlku, sem var ákaflega hnuggin yfir brotthlaupi unnusta síns.

...
Meira
23.05.2016 - 06:48 | Vestfirska forlagið,Ólafur V. Þórðarson

Fréttabréf úr Hafnarfirði

Ólafur V. Þórðarson frá Auðkúlu.
Ólafur V. Þórðarson frá Auðkúlu.
« 1 af 4 »

Mikil umferð skipa hefur verið um höfnina að undanförnu. Mest er þar um að ræða rússatogara sem sækja hingað ýmsa þjónustu, svo sem olíu, vistir og veiðarfæri, áður en þeir halda á karfamiðin á Reykjaneshryggnum. Síðan koma þeir og landa hér í flutningaskip. Mér telst til að sex eða sjö togarar hafi komið og farin eru tvö fulllestuð skip og það þriðja bíður eftir farmi á Ytri-höfninni.


   Þá kom hér tíu þúsund tonna skip með steinefni til malbikunar og annað lítið minna með samskonar efni. Einnig var svipað skip að lesta  hér brotaján sem búið var að kurla niður í smátt. Í gærmorgun, 22. maí 2016,  kom oliuskip með bensín og oliur fyrir okkur og aðra túista.  Þau koma af og til nokkuð reglulega.

...
Meira
22.05.2016 - 20:42 | Vestfirska forlagið,Blaðið - Vísir,Alþingi,timarit.is

21. maí 2016 - 100 ára ártíð Skúla Thoroddsen

Skúli Thoroddsen  (1859-1916)
Skúli Thoroddsen (1859-1916)
« 1 af 4 »

Skúli Thoroddsenb var fæddur í Haga á Barðaströnd 6. janúar 1859, dáinn 21. maí 1916. 
Foreldrar: Jón Thoroddsen (fæddur 5. október 1818, dáinn 8. mars 1868) sýslumaður og skáld og kona hans Kristín Ólína Þorvaldsdóttir, fædd Sívertsen (fædd 24. júní 1833, dáin 27. nóvember 1879) húsmóðir, dóttir Þorvalds Sívertsens alþingismanns. (Ættarskrá XV.) Bróðir Þórðar Thoroddsens alþingismanns, faðir Skúla, Katrínar og Sigurðar alþingismanna Thoroddsens og Ragnhildar konu Pálma Hannessonar alþingismanns.
Maki (11. október 1884): Theodora Friðrika Guðmundsdóttir Thoroddsen (fædd 1. júlí 1863, dáin 23. febrúar 1954) húsmóðir og skáld. Foreldrar: Guðmundur Einarsson alþingismaður og kona hans Katrín Ólafsdóttir, dóttir Ólafs Sívertsens alþingismanns. Börn: Unnur (1885), Guðmundur (1887), Þorvaldur (1888), Skúli (1890), Þorvaldur (1892), Kristín Ólína (1894), Katrín (1896), Jón (1898), Ragnhildur (1899), Bolli (1901), Sigurður (1902), Sverrir (1904), María Kristín (1906).


Stúdentspróf Lsk. 1879. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1884.

...
Meira
21.05.2016 - 06:29 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Tölvumál: - Góð þjónusta hjá Snerpumönnum innan lands sem utan

Björn Davíðsson.
Björn Davíðsson.
« 1 af 2 »
Við fluttum upp á Brekku frá Þingeyri fyrir skömmu. Þá brá svo við, að nettengingin við bæinn var alveg ga-ga. Allt í algjörum hægagangi og ég veit ekki hvað. Þær voru alveg brjálaðar í morgun Guðrún eldri og yngri á Brekku í Dýrafirði. Þær ætluðu nefnilega að horfa á þáttinn um æðarfuglinn blessaðan, sem kom í sjónvarpinu um daginn. Þær heimtuðu að ég hringdi í Snerpu eins og skot og kvartaði yfir þessu. Ég hringdi í Bjössa Davíðs sem ber þar ábyrgð á öllu. Hann var sagður erlendis. Þeir eru alltaf einhversstaðar út í löndum þessir kallar.

Jæja. Þá bara talaði ég við Sturlu. Hann var nú ekki lengi að snúa sér við....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31