A A A
  • 1954 - Fríður Jónsdóttir
  • 1957 - Sigurður Rúnar Jónsson
26.05.2016 - 06:11 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Athyglisverð frétt úr Dimmuborgum í Útvarpinu

« 1 af 2 »

Í fyrradag kom athyglisverð frétt í Útvarpinu um uppbyggingu og rekstur á salernisaðstöðu fyrir ferðafólk í Dimmuborgum. Í fréttinni sagði meðal annars:

 

„Reynslan af þessu er nokkuð góð,“ segir eigandi salernisaðstöðu við Dimmuborgir. Borga þarf 200 krónur inn á klósettið, en aðgangshliðinu er tölvustýrt og nákvæmlega er fylgst með því hve margir borga sig inn. Alltaf eru þó einhverjir sem reyna að svindla sér inn og fá jafnvel hjálp frá leiðsögumönnum til þess.

„Bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn taka þessu vel. Fólk kemur þarna inn með ákveðnu viðhorfi og veit að vegna þess að það þarf að borga, þá er þessu vel viðhaldið. Auðvitað kemur þó fyrir að eitthvað verði skítugt, en aldrei mjög lengi,“ segir Friðrik Jakobsson, sem rekur kaffihúsið Kaffi Borgir við Dimmuborgir. Salernisaðstaðan og húsnæðið utan um kaffihúsið er í eigu Dimmuborga ehf., sem leigir landspildu af Landgræðslunni sem á Dimmuborgir. Rekstur aðstöðunnar er í höndum Kaffi Borga, en í staðinn fá viðskiptavinir þess aðgang að klósettinu þegar þeir versla veitingar. Friðrik segir að þessi aðstaða sé bylting, en hún var tekin í notkun sumarið 2014.

   Það er einmitt svona aðstaða sem við spekingarnir þrír höfum verið að röfla um að þyrfti að koma fyrir á 50 stöðum á Íslandi. Vísum við þar í tillögur okkar um Íslandsgjaldið, 5,000,- kr. að lágmarki, sem við teljum að erlendir ferðamenn ættu að greiða fyrir aðgang að náttúrulistasalnum okkar. Allir ferðamenn myndu greiða fyrir slíka aðstöðu og hér er lýst við komu til landsins. Þar með þyrfti enginn að svindla sér inn! Ekkert vesen. Ferðafólkið fengi svo miklu, miklu meira fyrir sitt gjald eins og við höfum útlistað. Meira um það mál aftur síðar.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31