A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
23.05.2016 - 07:02 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Einn góður af séra Baldri: - Ástarsorgin

Síra Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði í Djúpi. Teikning.: Ómar Smári Kristinsson.
Síra Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði í Djúpi. Teikning.: Ómar Smári Kristinsson.

Og er nú tímabært að birta hér einn góðan af séra Baldri. Margir hér vestra og víðar sakna þessa góða guðsmanns, sem farinn er á betri lendur. Enginn kemur í hans stað svo séð verði. En sögurnar af honum munu halda nafni hans og Vatnsfjarðar og Djúpsins alls á lofti um ókomna tíð.

   Til gamans skal það rifjað upp, að Séra Hildur Eir Bolladóttir sagði í viðtali í Mogganum um daginn, að hvað húmorinn varðaði héldi hún að það væri vonlaust að vera húmorslaus prestur. Starfið væri oft svo súrrealískt að menn gætu orðið brjálaðir ef þeir sæju ekki spaugilegar hliðar þess.

 

Séra Baldur Vilhelmsson, prófastur í Vatnsfirði í Djúpi, var eitt sinn að hugga sóknarbarn sitt, stúlku, sem var ákaflega hnuggin yfir brotthlaupi unnusta síns.

   Þegar stúlkan hafði sagt prófasti hverra manna unnustinn væri, þá vissi hann samstundis að unnustinn væri Framsóknarmaður. Slíkir menn voru aldrei í neinu uppáhaldi hjá séra Baldri. Það var sögn hans sjálfs eitt skemmtilegasta prestsverk sem hann innti af hendi að jarða framsóknarmenn og heyra dynkinn þegar þeir súnkuðu niður.

Stúlkan var þarna í öngum sínum, hágrátandi, og prófastur segir við hana með sérstakri áherslu:

   “Jasko góða mín. Það er með suma karlmenn í ástamálum eins og Framsóknarmenn. Þegar kemur að því að efna loforðin láta þeir sig hverfa.”

   Stúlkan tók gleði sína fljótlega á ný. Var komin með nýjan kærasta áður en menn vissu af og var það víst bara kommúnisti. Þetta kallar maður nú sálgæslu í lagi. 


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31