A A A
  • 1982 - Kristján Fannar Ragnarsson
11.06.2016 - 06:42 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Vorfundur Vestfirska forlagsins

Hallgrímur Sveinsson.
Hallgrímur Sveinsson.
« 1 af 4 »

Vorfundur Vestfirska forlagsins var haldinn á Þingeyri þann 6. júní s.l.


Þar gerði Hallgrímur Sveinsson á Brekku grein fyrir þem bókum sem Vestfirska forlagið mun gefa út á þessu ári og eru nokkrar reyndar útgáfur sem ná til næstu ára. 
Á fundinum var síðan ákveðin útgáfa á -Vegavinnusögum-  Emils R. Hjartarsonar  f.v. skólastjóra á Flateyri.  Emil varð 80 ára þann 23. apríl 2016 og mun bókin koma út í lok afmælisársins. Ritstjórar með Emil voru skipaðir Flateyringarnir þeir Guðmundur Jón Sigurðsson og Björn Ingi Bjarnason.
Í lok vorfundarins funduðu ritstjórar Þingeyrarvefsins í Simbahöllini, þeir Hallgrímur Sveinsson og Björn Ingi Bjarnason. Þar var ákveðið að Vestfirska forlagið muni áfram ritstýra Þingeyrarvefnum eins og verið hefur síðustu misserin.

...
Meira
10.06.2016 - 21:03 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Hringvegurinn um Vestfirsku Alpana opnaðist í gær, fimmtudag

"Verkfundur hjá vélunum" Ljósm.: Valdemar S. Jónsson.

Í gær, fimmtudag 9. júní 2016, luku þeir félagarnir Gunnar G. Sigurðsson og Valdemar S. Jónsson hjá Græði í Varmadal í Önundarfirði, við að moka fjörurnar undir Skútabjörgum og Sléttubjörgum í Arnarfirði utan Stapadals. Er því hringvegurinn um Vestfirsku Alpana orðinn þokkalega fær jeppum og öðrum slíkum farartækjum að sögn Gunnars. Allt var með hefðbundnum hætti á fjörunum segir hann. Ægir konungur hefur í vetur kastað svipuðum grjóthnullungum upp á land og hann er vanur.      


   Valdemar skrifar okkur eftirfarandi:

...
Meira
10.06.2016 - 19:36 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Ferðamennskan á Þingeyri: - Allir komnir á fullan skrið í þjónustunni!

Koltra er til húsa í gamla Salthúsinu.
Koltra er til húsa í gamla Salthúsinu.
« 1 af 7 »

Nú er allt komið í „full sving“ í ferðamennskunni á Þingeyri. Það eru eiginlega ótrúlega margir sem koma þar við sögu.
Þeir helstu eru þessir:


Handverkshópurinn Koltra og Upplýsingamiðstöð  ferðamála.


Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar og co hf. elsta starfandi vélsmiðja landsins til sýnis


Simbahöllin eða Sigmundarbúð. Veitingar, útreiðar, hjólaleiga og samkomur og verkstæði listamanna alls staðar að.


Gistihúsið Við fjörðinn. Morgunverður og grillveislur. Hópferðabílar ehf. Litlir og stórir hópar.


Hljóðfærasafn Jóns Sigurðssonar.


Hótel Sandafell. Almenn hótelþjónusta.


Gistihúsið Vera og Gistihúsið Fjarðargötu 10.


Tjaldsvæðið og Íþróttamiðstöðin.

...
Meira
10.06.2016 - 08:11 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Frétt dagsins: - Formúlan að svokölluðum rykhraða fannst um þetta leyti í fyrra!

Hvað myndu það nú vera margir bílar sem mynda þetta mikla rykský á veginum í Brekkudal í Dýrafirði? Svar: Aðeins einn á 100 km hraða. Og ærin Móra er alveg steinhissa á hvernig menn láta! Ljósm. H. S.
Hvað myndu það nú vera margir bílar sem mynda þetta mikla rykský á veginum í Brekkudal í Dýrafirði? Svar: Aðeins einn á 100 km hraða. Og ærin Móra er alveg steinhissa á hvernig menn láta! Ljósm. H. S.
Um þetta leyti í fyrra fundu dýrfirskir spekingar loks upp formúluna að svokölluðum rykhraða á vegum með óbundnu slitlagi. 
Formúlan  er svona =A í öðru veldi +B í þriðja veldi = 50 km meðalhraði á klst. Þetta þykir náttúrlega dálítið sérstakt, en er samt sem áður staðreynd. 
Tökum sem dæmi bifreið sem ekur á 90 – 100 km hraða á vegi sem er skraufþurr af margra vikna þurrki. Hann sendir líklega út í andrúmsloftið nokkur kg af ryki á hvern ekinn km. Sem er náttúrlega ekkert annað en ofaníburður, sá fínasti úr veginum. 
Bifreið sem aftur á móti ekur á 50 km meðalhraða sendir sama og ekkert út í andrúmsloftið af ofaníburði. Þið ættuð að prófa þetta sjálfir lesendur góðir. En kannski liggur okkur alltaf svo mikið á að við megum ekkert vera að því að spekúlera í svona löguðu! 
En væri ekki í lagi að slá aðeins af? Sérstaklega ef maður er nú í sumarfríi!...
Meira
09.06.2016 - 16:26 | Vestfirska forlagið,Byggðasafn Vestfjarða

Sumaropnun Byggðasafns Vestfjarða

« 1 af 10 »
Sumaropnun Byggðasafns Vestfjarða árið 2016 er komin í fastar skorður. 
Í Neðstakaupstað á Ísafirði er safnið opið alla daga vikunnar frá kl 9-18 frá og með 15. maí til 15. september.
Vélsmiðja GJS á Þingeyri er opin alla virka daga á sama tíma, en lokað er um helgar fram yfir 17. júni en eftir það þá er opið allar helgar til 31. ágúst, kl 10 -17. 
Aðgangseyrir á báðum stöðum er kr 1000 fyrir fullorðna, 800 kr fyrir ellilífeyrisþega og frítt er inn fyrir börn á grunnskólaaldri....
Meira
09.06.2016 - 08:30 | Björn Ingi Bjarnason,bb.is,Vestfirska forlagið

Sjómannadagurinn á Flateyri 2016- Sýndu mynd um ömmu sína og afa á Flateyri

« 1 af 11 »
Á sjómannadagshátíðinni  á Flateyri var kynning á myndinni  -Ýtt úr vör-  sem er verk í vinnslu hjá systkinunum Júlíu og Víði Björnsbörnum.  Þau eiga rætur í föðurætt að Felli í Dýrafirði. Sýnir myndin frá störfum móðurafa og ömmu þeirra, þeim Haraldi Jónssyni, sem lést árið 1988 og Gróu Björnsdóttur, sem hefur verið  búsett á Hlíf á Ísafirði frá 2013. Þau hjónin voru í áratugi sjálfstætt starfandi við útgerð og vinnslu á Flateyri og Görðum í Önundarfirði....
Meira
09.06.2016 - 08:02 | Vestfirska forlagið,Fréttatíminn

Tengdasonur Dýrafjarðar á Reykjavík Midsummer Music

Venjulega er alveg óskaplega gott að vera í burtu frá öllu kjaftæðinu hérna, sem er oft svo smátt, segir stórsöngvarinn Kristinn Sigmundsson, tengda-sonur Dýrafjarðar.
Venjulega er alveg óskaplega gott að vera í burtu frá öllu kjaftæðinu hérna, sem er oft svo smátt, segir stórsöngvarinn Kristinn Sigmundsson, tengda-sonur Dýrafjarðar.
Reykjavík Midsummer Music er forvitnileg tónlistarhátíð sem fer fram í Hörpu um það bil þegar sól er hæst á lofti í júnímánuði, dagana 16. – 19. júní 2016. Þema hátíðarinnar að þessu sinni er „hinn frjálsi förusveinn“ sem er rómantísk hugmynd og nær langt út fyrir bara gönguferðir og ferðalög.  

Það er Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari sem skipuleggur allt saman á Reykjavík Midsummer Music, eins og undanfarin ár. Hann safnar frábærum hópi listamanna í kringum sig úr ýmsum áttum. Einn þeirra er Kristinn Sigmundsson, tengdasonur Dýrafjarðar,  bassasöngvari sem flýgur um heiminn og syngur í óperum og á tónleikum, sem aldrei fyrr.
Kristinn var nýlentur úr verkefni í Cincinnati þegar Fréttatíminn gekk með honum undir húsvegg til að ræða um það sem framundan er hjá honum á hátíðinni í Hörpu. „Mitt er aðallega að syngja þarna í tveimur frábærum ljóðaflokkum, An die ferne Gelibte eftir Beethoven, þar sem sungið er til ástarinnar í fjarska, og ljóðflokki Mahlers,Söngvum förusveinsins.“ Kristinn, sem syngur fleira á hátíðinni, segir flokkana tvo og reyndar allt sem hann fær að syngja á hátíðinni magnaða 

...
Meira
09.06.2016 - 07:02 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Vestfirsku Alparnir: - Tófa hér og tófa þar og minkur allsstaðar!

Miðbæjarfeðgar, Guðberg Kristjan Gunnarsson og Hákon Kristjánsson. Ljósm.: H.S.
Miðbæjarfeðgar, Guðberg Kristjan Gunnarsson og Hákon Kristjánsson. Ljósm.: H.S.
Það vita allir  að heimskautarefurinn á sinn þegnrétt á landi hér. Hann var kominn hingað löngu á undan mannskepnunni. Hefur þolað með henni súrt og sætt í landinu. Og báðar tegundirnar fallið úr hor þegar verst gegndi. Melrakkinn er vitur eins og mörg önnur dýr merkurinnar. En hann má ekki vaxa okkur yfir höfuð. Og minkurinn. Hann nefnum við ekki ógrátandi hér fyrir vestan.
   Æðarbændur og fleiri eru margir gráir fyrir járnum þessa dagana. Þeir eru eins og útspýtt hundsskinn  við að verja vörp sín sem mikla vinnu og natni þarf til að koma upp. Ef þeir myndu láta það ógert þyrfti ekkert að spyrja um æðardún hér vestra, þá merkilegu náttúruafurð. Minkur og tófa geta nefnilega splundrað stóru æðarvarpi á örskömmum tíma. Þess eru dæmin. Hér skal fullyrt, að sjaldan eða aldrei hefur verið annað eins af mink og tófu hér um slóðir eins og nú. Búið er að fella tugi dýra en sér ekki högg á vatni....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31