13.06.2016 - 06:10 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið
Óafur Veturliði styður hér við eitt brotna tréð.
Hann er vörpulegur skógurinn í Parti á Auðkúlu. Heilmikið af sjálfsánu birki er utan girðingar.
Brúnu greinarnar hafa brotnað af trjánum í vetur.
Þegar Ólafur V. Þórðarson frá Auðkúlu, tíðindamaður okkar í Hafnarfirði, var í opinberri heimsókn hér vestra um daginn, bauð hann okkur í skógarferð á sínar gömlu slóðir. Þar er heilmikill og vörpulegur skógur í svokölluðum Parti utan Auðkúlu. Er það mest birki, greni og fura. Skógurinn, en elstu trén í honum eru rúmlega 60 ára gömul, er mjög þéttur. Menn eins og Hrói höttur og Litli-Jón gætu auðveldlega falið sig í honum! Eiginlega er hann of þéttur, því menn gróðursettu þannig í þá daga.
Faðir Ólafs, Þórður Njálsson, sem var mikill ræktunar-og hugsjónamaður, hafði veg og vanda af skóginum í Parti meðan hans naut við. Ungmennafélagið 17. júní í Auðkúluhreppi kom þar upphaflega einnig við sögu. Síðan hafa þeir synir hans, Ólafur og Hreinn bóndi, ásamt sínu fjölskyldufólki, haldið uppi merkinu....
Meira