A A A
  • 1982 - Kristján Fannar Ragnarsson
13.06.2016 - 11:08 | Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

13. júní 1875 - Jón Sigurðsson forseti ávarpaði skólapilta í Reykjavík

Jón Sigurðsson.
Jón Sigurðsson.
Jón Sigurðsson forseti ávarpaði skólapilta í Reykjavík þann 13. júní 1875. 
Hann sagði að eitt af skilyrðunum fyrir því að geta orðið nýtur maður væri að þola stjórn og bönd. 
Frelsi án banda, án takmörkunar, væri ekki frelsi heldur agaleysi og óstjórn....
Meira
13.06.2016 - 10:10 | bb.is,Vestfirska forlagið

Samþykkir deiliskipulag vegna Dýrafjarðarganga

Munni Dýrafjrðarganga í Arnarfirði.
Munni Dýrafjrðarganga í Arnarfirði.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt deiliskipulagstillögu á munnasvæðum Dýrfjarðargangna. 
Um er að ræða deiliskipulag á Rauðsstöðum í Arnarfirði og á Dröngum í Dýrafirði. 
Fjórar stofnanir sendu inn umsögn um deiliskipulagið. Athugasemdirnar voru minniháttar og telur skipulags- og mannvirkjanefnd að þær hafi ekki áhrif á tillöguna og vísaði nefndin henni til samþykktar í bæjarstjórn.

...
Meira
13.06.2016 - 06:10 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Mikið af brotnum trjám í skóginum á Auðkúlu eftir veturinn

Óafur Veturliði styður hér við eitt brotna tréð.
Óafur Veturliði styður hér við eitt brotna tréð.
« 1 af 3 »
Þegar Ólafur V. Þórðarson frá Auðkúlu, tíðindamaður okkar í Hafnarfirði, var í opinberri heimsókn hér vestra um daginn, bauð hann okkur í skógarferð á sínar gömlu slóðir. Þar er heilmikill og vörpulegur skógur í svokölluðum Parti utan Auðkúlu. Er það mest birki, greni og fura. Skógurinn, en elstu trén í honum eru rúmlega 60 ára gömul, er mjög þéttur. Menn eins og Hrói höttur og Litli-Jón gætu auðveldlega falið sig í honum! Eiginlega er hann of þéttur, því menn gróðursettu þannig í þá daga. 
Faðir Ólafs, Þórður Njálsson, sem var mikill ræktunar-og hugsjónamaður, hafði veg og vanda af skóginum í Parti meðan hans naut við. Ungmennafélagið 17. júní í Auðkúluhreppi kom þar upphaflega einnig við sögu. Síðan hafa þeir synir hans, Ólafur og Hreinn bóndi, ásamt sínu fjölskyldufólki, haldið uppi merkinu....
Meira
12.06.2016 - 10:51 | Vestfirska forlagið,Land og saga

Skrúður í Dýrafirði

Skrúður í Dýrafirði þann 6. júní 2016. Ljósm.: BIB
Skrúður í Dýrafirði þann 6. júní 2016. Ljósm.: BIB
« 1 af 7 »
Jurta- og trjágarðurinn Skrúður, rétt innan við Núp í Dýrafirði, var formlega stofnaður 7. ágúst 1909, enda þótt upphaf hans megi rekja nokkur ár lengra aftur. Þessi dagur varð fyrir valinu vegna þess að þá voru liðin rétt 150 ár frá því að kartöflur voru fyrst settar niður á Vestfjörðum að undirlagi séra Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal.

Séra Sigtryggur Guðlaugsson prófastur að Núpi réðst í gerð matjurta- og skrúðgarðsins í tengslum við ungmennaskólann að Núpi. Garðinn átti að nýta í kennslu í jurtafræði og garðrækt, jafnframt því að venja nemendur á neyslu garðávaxta og sýna hvaða jurtir geti þrifist í íslenskum jarðvegi.
Í Skrúði hefur verið reistur minnisvarði um þau hjónin séra Sigtrygg og Hjaltlínu Guðjónsdóttur sem voru langt á undan sinni samtíð.

...
Meira
12.06.2016 - 10:04 | Vestfirska forlagið,Land og saga

Núpskirkja í Dýrafirði

Núpskirkja í Dýrafirði þann 6. júní 2016. Ljósm.: BIB
Núpskirkja í Dýrafirði þann 6. júní 2016. Ljósm.: BIB
« 1 af 5 »
Núpur er fornt höfuðból og kirkjustaður við norðanverðan Dýrafjörð. Núpur tilheyrði áður Dýrafjarðarþingum en nú er þar útkirkja frá Þingeyri. Núverandi kirkja var reist úr steinsteypu á árunum 1938-1939.

Allar innréttingar eru gerðar eftir teikningu og fyrirsögn séra Sigtryggs Guðlaugssonar á Núpi, en útskorin tákn og letur á prédikunarstól, grátum og kirkjubekkjum, gerði Guðmundur Jónsson myndskeri frá Mosdal í Önundarfirði.


Núpskirkja á marga góða gripi en merkastir munu vera kaleikur og patína frá 1774, skírnarskál úr tini og skírnarfontur, skorinn af Ríkarði Jónssyni myndskera.


 

...
Meira
12.06.2016 - 06:50 | Vestfirska forlagið,Land og saga

Núpur í Dýrafirði

Núpur í Dýrafirði þann 6. júní 2016. Ljósm.: BIB
Núpur í Dýrafirði þann 6. júní 2016. Ljósm.: BIB
« 1 af 5 »

Núpur við Dýrafjörð er fornt höfuðból og höfðingjasetur í aldaraðir. Á bænum sátu löngum auðugir valdamenn og voru margir þeirra mikilsmetnir höfðingjar. Einn frægasti ábúandinn var Eggert Hannesson (1550-1583), hirðstjóri og síðar lögmaður. Hann var einn valdamesti og ríkasti maður á landinu, þar til hann flutti alfarinn til Hamborgar í Þýskalandi.


Undir lok 16. aldar bjó Gissur Þorláksson á Núpi, bróðursonur Gissurar Einarssonar Skálholtsbiskups. Hann var giftur Ragnheiði, dóttur Staðarhóls-Páls. Gissur fórst ungur í snjófljóði á Hrafnseyrarheiði og bar séra Sveinn Símonarson, prestur í Holti, ekkjunni andlátsfregnina. Er hann hafði sagt henni tíðindin á hún að hafa spurt hvort hann gæti í engu glatt sig. Þá mun séra Sveinn hafa beðið hana um að verða konan sín, sem hún og gerði. Sonur þeirra, Brynjólfur, varð seinna biskup í Skálholti.

...
Meira
11.06.2016 - 13:07 | Vestfirska forlagið,Hringbraut,dv.is

Núparastelpa orðin formaður Samfylkingarinnar

Oddný G. Harðardóttir var í skóla að Núpi í Dýrafirði og ber skólanum vel söguna eins og heyra má í viðtalinu.
Oddný G. Harðardóttir var í skóla að Núpi í Dýrafirði og ber skólanum vel söguna eins og heyra má í viðtalinu.
« 1 af 3 »

„Við vorum í fullkominni afneitun. Dauðinn kemur kanski alltaf á óvart en ég tárast enn þegar ég tala um þetta. Þetta var mikið áfall,“ segir Oddný Harðardóttir nýkjörin formaður Samfylkingarinnar en hún var á þrítugsaldri og nýbyrjuð að búa þegar móðir hennar féll frá.


Í viðtali við Mannamál lýsir Oddný meðal annars uppeldisárum sínum í Garðinum. Hún lýsir sjálfri sér sem „Suðurnesjastelpu.“ Segir hún foreldra sína hafa verið mikið jafnaðarfólk.


„Ég er komin af venjulegu fólki sem þurfti að berjast fyrir sínu. Þegar mamma og pabbi voru að alast upp var alvöru barátta um brauð. Þau voru miklir jafnaðarmenn bæði tvö.“

...
Meira
11.06.2016 - 07:46 | Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Ég var að lesa: - Elín Bjarnadóttir

Dýrfirðingurinn Elín Bjarnadóttir.
Dýrfirðingurinn Elín Bjarnadóttir.
« 1 af 2 »
Ég fór á námskeið um Guðrúnu frá Lundi hjá Endurmenntun í vetur og þar tókum við meðal annars fyrir Afdalabarn, sem er fljótlesin en skemmtileg saga sem ég hafði ekki lesið áður einhverra hluta vegna. Í framhaldi af því fór mig að langa til að lesa bækur Guðrúnar frá Lundi aftur og tókst að ná í Dalalíf og Tengdadótturina og las þetta alltsaman.

Þetta var yndisleg upprifjun, þetta eru svo skemmtilegar og hlýjar bækur og vekja upp svo margar minningar. Ég er alin upp í sveit í Dýrafirði og þekki svo margt af því sem hún er að tala um því það eru svo margar sögur í sögunum hennar Guðrúnar. Ég var unglingur þegar ég las þessar bækur fyrst og mér fannst þetta ótrúlega gaman að lesa þær aftur og eiginlega meira gaman heldur en þegar ég las þær fyrst.

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31