A A A
  • 1950 - Margrét Guðjónsdóttir
  • 1955 - Angantýr Valur Jónasson
11.06.2016 - 07:46 | Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Ég var að lesa: - Elín Bjarnadóttir

Dýrfirðingurinn Elín Bjarnadóttir.
Dýrfirðingurinn Elín Bjarnadóttir.
« 1 af 2 »
Ég fór á námskeið um Guðrúnu frá Lundi hjá Endurmenntun í vetur og þar tókum við meðal annars fyrir Afdalabarn, sem er fljótlesin en skemmtileg saga sem ég hafði ekki lesið áður einhverra hluta vegna. Í framhaldi af því fór mig að langa til að lesa bækur Guðrúnar frá Lundi aftur og tókst að ná í Dalalíf og Tengdadótturina og las þetta alltsaman.

Þetta var yndisleg upprifjun, þetta eru svo skemmtilegar og hlýjar bækur og vekja upp svo margar minningar. Ég er alin upp í sveit í Dýrafirði og þekki svo margt af því sem hún er að tala um því það eru svo margar sögur í sögunum hennar Guðrúnar. Ég var unglingur þegar ég las þessar bækur fyrst og mér fannst þetta ótrúlega gaman að lesa þær aftur og eiginlega meira gaman heldur en þegar ég las þær fyrst.

Ég kom miklu gagnrýnni núna að bókunum en þegar ég las þær sem unglingur, en þá las maður allt sem til var. Það var margt í bókunum sem ég var búin að steingleyma og svo tók ég sérstaklega eftir mörgum persónum núna, sem ég hafði ekki tekið eins mikið eftir þegar ég las bækurnar fyrst.

Nú er næst á dagskrá að ferðast um æskuslóðir Guðrúnar í Skagafirði, um sögusviðið, mig langar að skoða mig um þarna um kring.

 

Morgunblaðið sunnudagurinn 12. júní 2016.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30