A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
12.06.2016 - 10:51 | Vestfirska forlagið,Land og saga

Skrúður í Dýrafirði

Skrúður í Dýrafirði þann 6. júní 2016. Ljósm.: BIB
Skrúður í Dýrafirði þann 6. júní 2016. Ljósm.: BIB
« 1 af 7 »
Jurta- og trjágarðurinn Skrúður, rétt innan við Núp í Dýrafirði, var formlega stofnaður 7. ágúst 1909, enda þótt upphaf hans megi rekja nokkur ár lengra aftur. Þessi dagur varð fyrir valinu vegna þess að þá voru liðin rétt 150 ár frá því að kartöflur voru fyrst settar niður á Vestfjörðum að undirlagi séra Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal.

Séra Sigtryggur Guðlaugsson prófastur að Núpi réðst í gerð matjurta- og skrúðgarðsins í tengslum við ungmennaskólann að Núpi. Garðinn átti að nýta í kennslu í jurtafræði og garðrækt, jafnframt því að venja nemendur á neyslu garðávaxta og sýna hvaða jurtir geti þrifist í íslenskum jarðvegi.

Í Skrúði hefur verið reistur minnisvarði um þau hjónin séra Sigtrygg og Hjaltlínu Guðjónsdóttur sem voru langt á undan sinni samtíð.


Í meira en 70 ár var garðinum vel við haldið en upp úr 1980 var honum lítið sinnt og hnignaði honum þá mjög. Árið 1992 var síðan stofnuð nefnd sem átti að stuðla að viðreisn Skrúðs og tryggja framtíð hans sem minnismerki um starf brautryðjenda í garðyrkju á Íslandi. Að loknum miklum endurbótum var Skrúður vígður á ný árið 1996.

Skrúður nær yfir 2500 fermetra svæði. Þar eru hundruð trjáplantna og jurta, en flóran hefur þó nokkuð breyst frá dögum séra Sigtryggs. Matjurtir hafa vikið fyrir fjölærum blómjurtum og runnum.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31