Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt deiliskipulagstillögu á munnasvæðum Dýrfjarðargangna.
Um er að ræða deiliskipulag á Rauðsstöðum í Arnarfirði og á Dröngum í Dýrafirði.
Fjórar stofnanir sendu inn umsögn um deiliskipulagið. Athugasemdirnar voru minniháttar og telur skipulags- og mannvirkjanefnd að þær hafi ekki áhrif á tillöguna og vísaði nefndin henni til samþykktar í bæjarstjórn.