A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
13.06.2016 - 06:10 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Mikið af brotnum trjám í skóginum á Auðkúlu eftir veturinn

Óafur Veturliði styður hér við eitt brotna tréð.
Óafur Veturliði styður hér við eitt brotna tréð.
« 1 af 3 »

Þegar Ólafur V. Þórðarson frá Auðkúlu, tíðindamaður okkar í Hafnarfirði, var í opinberri heimsókn hér vestra um daginn, bauð hann okkur í skógarferð á sínar gömlu slóðir. Þar er heilmikill og vörpulegur skógur í svokölluðum Parti utan Auðkúlu. Er það mest birki, greni og fura. Skógurinn, en elstu trén í honum eru rúmlega 60 ára gömul, er mjög þéttur. Menn eins og Hrói höttur og Litli-Jón gætu auðveldlega falið sig í honum! Eiginlega er hann of þéttur, því menn gróðursettu þannig í þá daga.

Faðir Ólafs, Þórður Njálsson, sem var mikill ræktunar-og hugsjónamaður, hafði veg og vanda af skóginum í Parti meðan hans naut við. Ungmennafélagið 17. júní í Auðkúluhreppi kom þar upphaflega einnig við sögu. Síðan hafa þeir synir hans, Ólafur og Hreinn bóndi, ásamt sínu fjölskyldufólki, haldið uppi merkinu.

   En nú er frá því að segja, að mikið hefur brotnað af trjám og greinum í skóginum í Parti í vetur. Heilu bolirnir hafa brotnað í tvennt. Svo virðist sem snjóalög hafi verið þannig  að trén hafa ekki þolað þau. Á það reyndar við um fleiri skógarreiti hér vestra, svo sem skóginn á Brekku í Dýrafirði, sem er á svipuðum aldri.

Ljósmyndirnar tók Hallgrímur Sveinsson.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31