17.06.2016 - 07:51 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið
Jón Sigurðsson í nauðum staddur
Árið 1855 var Jón Sigurðsson illa staddur fjárhagslega. Mátti rekja það beint til starfa hans í þágu Íslendinga.
Stuðningsmenn hans hér heima efndu þá til samskota honum til handa. Þá söfnuðust á öllu landinu 47 ríkisdalir og 76 skildingar. Það ár skutu Íslendingar saman 1480 ríkisdölum til að reisa styttu af Marteini Lúther suður í Þýskalandi. Og eitt sinn er safna átti í heiðursgjöf til Jóns varð mönnum ekkert ágengt. En í prófastsdæmi nokkru á landinu söfnuðust 602 ríkisdalir og 42 skildingar til kristniboðs í Kína.
Vissir þú þetta?
Heimild: Lúðvík Kristjánsson, Á slóðum Jóns Sigurðssonar.