18.06.2016 - 15:02 | Vestfirska forlagið,Alþingi
Hátíðarræða forseta Alþingis í Winnipeg á 17. júní 2016
Í ræðu sinni lagði hann meðal annars áherslu á hin sterku tengsl milli Íslands og Kanada sem þakka má öflugu samfélagi Vestur-Íslendinga og tækifæri til aukinnar samvinnu.
Í gærdag átti forseti Alþingis fund með forseta fylkisþings Mannitoba, Myrnu Diedger, og Rick Mantey, ráðherra alþjóðasamskipta. Á báðum fundum kom fram einlægur áhugi á að efla samskiptin við Ísland á sviði menningar, stjórnmála og viðskipta.
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, og Sigrún J. Þórisdóttir, eiginkona hans, eru heiðursgestir félags Vestur-Íslendinga í Kanada 14.-19. júní 2016. Þau hafa á meðan dvöl þeirra stendur heimsótt Íslendingabyggðir í Winnipeg og Norður-Dakóta. Í dag, 18. júní, munu þau heimsækja Gimli, Árborg og Riverton þar sem meðal annars fer fram árlegt kvennahlaup, að íslenskum sið.