12. júlí 2016 - Brynjólfur Árnason er 95 ára
Brynjólfur Árnason á Tjörn - heimili aldraðra - á Þingeyri, frá Vöðlum í Önundarfirði, er nítíu og fimm ára í dag 12. júlí 2016.
Starfsferill
Brynjólfur fæddist á Minna Garði i Mýrahr., Dýrafirði, 12. júlí 1921. Hann fluttist tveggja ára með foreldrum sínum að Kotaúpi í sömu sveit, ólst þar upp og vann hjá foreldrum sínum til fullorðinsára.
Árið 1943 fór hann í Bændaskólann á Hvanneyri og lauk þaðan prófi úr bændadeild 1945. Árið eftir kaupir hann jörðina Vaðla í Önundarfirði í félagi við Arnór bróður sinn. Fjölskyldan á Kotnúpi flytur síðan á þá jörð vorið 1947. Bræðurnir ráku þar félagsbú til ársins 1989 að Árni sonur Brynjólfs tók við.
Brynjólfur sat í hreppsnefnd Mosvallahrepps 1970 til 1986, þar af oddviti síðustu fjögur árin. Hann sat í stjórn Búnaðarfé- lags Mosvallahrepps og í sóknarnefnd Holtssóknar 1950 til 1990, þar af formaður sóknarnefndar frá 1985.
...
Meira