A A A
  • 1982 - Kristján Fannar Ragnarsson
12.07.2016 - 22:35 | Vestfirska forlagið,timarit.is

12. júlí 2016 - Brynjólfur Árnason er 95 ára

Á 95 ára afmælisdeginum. Hjónin Brynjólfur Árnason og Brynhildur Kristinsdóttir sem búa á Tjörn - heimili aldraðara - á Þingeyri. Ljósm.: Rakel Brynjólfsdóttir.
Á 95 ára afmælisdeginum. Hjónin Brynjólfur Árnason og Brynhildur Kristinsdóttir sem búa á Tjörn - heimili aldraðara - á Þingeyri. Ljósm.: Rakel Brynjólfsdóttir.

Brynjólfur Árnason á Tjörn - heimili aldraðra - á Þingeyri, frá Vöðlum í Önundarfirði, er nítíu og fimm ára í dag 12. júlí 2016. 


Starfsferill


Brynjólfur fæddist á Minna Garði i Mýrahr., Dýrafirði, 12. júlí 1921. Hann fluttist tveggja ára með foreldrum sínum að Kotaúpi í sömu sveit, ólst þar upp og vann hjá foreldrum sínum til fullorðinsára.


Árið 1943 fór hann í Bændaskólann á Hvanneyri og lauk þaðan prófi úr bændadeild 1945. Árið eftir kaupir hann jörðina Vaðla í Önundarfirði í félagi við Arnór bróður sinn. Fjölskyldan á Kotnúpi flytur síðan á þá jörð vorið 1947. Bræðurnir ráku þar félagsbú til ársins 1989 að Árni sonur Brynjólfs tók við.


Brynjólfur sat í hreppsnefnd Mosvallahrepps 1970 til 1986, þar af oddviti síðustu fjögur árin. Hann sat í stjórn Búnaðarfé- lags Mosvallahrepps og í sóknarnefnd Holtssóknar 1950 til 1990, þar af formaður sóknarnefndar frá 1985.


 

...
Meira
Gísli Gíslason á Uppsölum.
Gísli Gíslason á Uppsölum.

  Þeir bræður þrír, Gísli, Sigurður og Gestur,  bjuggu allir með móður sinni að Fremri-Uppsölum í Selárdal í Arnarfirði, meðan hennar naut við. Ráðskona, ung stúlka, var fengin henni til aðstoðar eitt sumar. Helst þótti Sigurður gera hosur sínar grænar fyrir henni, en eitthvað fór lítið fyrir dugnaði hans á því sviði, eða að stúlkan hafi ekki kært sig um nánari kynni við bóndasoninn, en hún var horfin til síns heima að hausti.
Gísla varð þá að orði:


  

...
Meira
12.07.2016 - 14:43 | Ísafjarðarbær,skutull.is,Vestfirska forlagið

150 ára "Afmælishátíð í Ísafjarðarbæ" hefst á Þingeyri í dag - 12. júlí 2016

Þingeyri við Dýrafjörð.
Þingeyri við Dýrafjörð.
« 1 af 2 »
Afmælishátíð vegna 150 ára kaupstaðarafmælis Ísafjarðar og 20 ára afmælis Ísafjarðarbæjar hefst í dag 12. júlí 2016 og stendur út vikuna til sunnudags.
Í dag klukkan 16 hefst hátíðin með gróðursetningu í hlíðinni fyrir ofan Þingeyri, þar sem fulltrúar vinabæjar Ísafjarðar bæjar frá Kaufering í Þýskalandi ásamt fulltrúum Ísafjarðarbæjar munu gróðusetja vinabæjarplöntur.
Hátíðin verður formlega sett í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði á fimmtudag klukkan 17.15, þar sem Guðfinna Hreiðarsdóttir sagnfræðingur mun halda erindi um Ísafjörð árið 1866.
Hátíðin nær hámarki á föstudag og laugardag með fjölbreyttri dagskrá. 
...
Meira
12.07.2016 - 08:20 | Hlaupahátíð 2016,Vestfirska forlagið

Hlaupahátíð á Vestfjörðum 15. - 17. júlí 2016

« 1 af 2 »


Vesturgatan 17. júlí 2016


Vesturgatan var fyrst hlaupin árið 2006 og verður hlaupin í ellefta sinn 17. júli 2016.  2011 var í fyrsta sinn boðið upp á 45 km Vesturgötu og verður það gert aftur í ár. Í hverri vegalengd er keppt í karla og kvennaflokki en í ár verður einnig keppt í aldursflokkunum, 16-39 ára og 40 ára og eldri. 


Vegleg verðlaun verða einnig veitt fyrstu þremur í karla og kvennaflokki, óháð aldursflokkum


Stutt leiðarlýsing


Vegalendirnar í ár eru eru því þrjár:

...
Meira
12.07.2016 - 08:09 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Vitja sjúkra og líkna bágstöddum

Vífilsstaðir sem Dýrfirðingurinn Rögnvaldur Ólafsson teiknaði.
Vífilsstaðir sem Dýrfirðingurinn Rögnvaldur Ólafsson teiknaði.
« 1 af 2 »

• Styrktar- og líknarsjóður Oddfellow á Íslandi fagnar 60 ára afmæli • Halda upp á tímamótin með veglegri bók um líknarstarf Reglunnar


„Oddfellowreglan á Íslandi hefur frá upphafi unnið mikið að mannúðarmálum og ætíð verið trú sínu, nær 200 ára gamla aðalmarkmiði; að vitja sjúkra, líkna bágstöddum, jarða framliðna og veita munaðarlausum fóstur,“ segir Ísfirðingurinn Stefán B Veturliðason, stórsír Oddfellowreglunnar á Íslandi sem fagnar 60 ára afmæli Styrktar- og líknarsjóðs síns.

...
Meira
11.07.2016 - 21:00 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Bændablaðið

Notkun eiturefna í landbúnaði: - Staða íslensks landbúnaðar verður stöðugt öfundsverðari!

« 1 af 2 »

Hörður Kristjánsson ritstjóri Bændablaðsins hefur orðið:


„Vaxandi áhyggjur eru af notkun skordýraeiturs og gróðureyðingarefna í landbúnaði víða um lönd. Leiddar hafa verið líkur að því að notkun slíkra efna sé farin að hafa alvarleg áhrif á heilsu fólks sem neytir afurða sem framleiddar eru með aðstoð slíkra efna. Ítarleg úttekt var m.a. um þessi mál í franska balaðinu Courrier í maí en það er dótturblað Le Monde.


   Varðandi notkun slíkra efna í landbúnaði, sem og notkun fúkkalyfja hefur íslenskur landbúnaður að öllum líkindum mikla sérstöðu. Sem dæmi þá notar íslensk ylrækt, sem ræktar m.a. jarðarber, tómata, gúrkur, blóm og margs konar grænmeti, lífrænar varnir (skordýr) til að verja sína uppskeru en ekki eiturefni.“ 

...
Meira
11.07.2016 - 17:48 | Vestfirska forlagið,Hagstofa Íslands

Íslendingum fjölgar

Íslendingafjöldi á Arnarhóli nú á dögunum.
Íslendingafjöldi á Arnarhóli nú á dögunum.
Íslendingum mun fjölga um þriðjung næstu hálfu öldina samkvæmt nýrri mannfjöldaspá sem Hagstofa Íslands hefur birt.

Miðspá stofnunarinnar gerir ráð fyrir að Íslendingar verði orðnir 442 þúsund alls árið 2065, en þeir voru 332 þúsund í byrjun þessa árs.

Háspá Hagstofunnar segir að íbúarnir verði orðnir 523 þúsund í lok spátímabilsins.

Lágspáin gerir ráð fyrir að þeir verði 369 þúsund, og fjölgi þar með einungis um 37 þúsund á tímabilinu...
Meira
11.07.2016 - 06:23 | skutull.is,Verkalýðsfélag Vestfirðinga,Vestfirska forlagið

Vestfirskir sjómenn gerðu nýjan kjarasamning

Frá Þingeyrarhöfn fyrir nokkrum áratugum.
Frá Þingeyrarhöfn fyrir nokkrum áratugum.
Kjarasamningur sjómanna innan Verkalýðsfélags Vestfirðinga var undirritaður í hádeginu 29. júní 2016. 
Samningur sjómanna innan Verk Vest er við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og er sambærilegur við kjarasamning sem gerður var við sjómenn í öðrum sjómannafélögum. Verði endurnýjaður samningur samþykktur af sjómönnum taka breytingar samningsins gildi frá og með 1. júní 2016. Kjarasamningurinn tekur við af eldri samningi Alþýðusambands Vestfjarða (ASV) við útgerðarmenn (LÍÚ) en verður nú að sjálfstæðum kjarasamningi Verk Vest við SFS....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31