A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
11.07.2016 - 06:23 | skutull.is,Verkalýðsfélag Vestfirðinga,Vestfirska forlagið

Vestfirskir sjómenn gerðu nýjan kjarasamning

Frá Þingeyrarhöfn fyrir nokkrum áratugum.
Frá Þingeyrarhöfn fyrir nokkrum áratugum.
Kjarasamningur sjómanna innan Verkalýðsfélags Vestfirðinga var undirritaður í hádeginu 29. júní 2016.
Samningur sjómanna innan Verk Vest er við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og er sambærilegur við kjarasamning sem gerður var við sjómenn í öðrum sjómannafélögum. Verði endurnýjaður samningur samþykktur af sjómönnum taka breytingar samningsins gildi frá og með 1. júní 2016. Kjarasamningurinn tekur við af eldri samningi Alþýðusambands Vestfjarða (ASV) við útgerðarmenn (LÍÚ) en verður nú að sjálfstæðum kjarasamningi Verk Vest við SFS.


Á heimasíðu Verk Vest segir að samningurinn sé að mestu sambærilegur við kjarasamning Sjómannasambandsins (SSÍ) fyrir utan gildistíma og breytingu á kauptryggingu og kaupliðum. Fyrir utan þær breytingar liggja nokkur verðmæti í bóknum um vinnu við lausn ágreiningsmála sem unnið verður að á samningstíma undir verkstjórn sáttasemjara, bókun um mönnunarmál sem byggir á gildandi ákvæðum sjómannalaga nr. 35/1985, og reglugerð nr. 975/2004 um vinnu- og hvíldartíma skipverja á íslenskum fiskiskipum sem Samgöngustofa mun hafa usjón með. Einnig er von á frumvarpi ríksistjórnar vegna skattfrjálsra fæðispeninga að hluta og er það framlag ríkisstjórnar til að liðka fyrir samningsgerð.


Samningurinn mun fljótlega fara í kynningu meðal sjómanna í Verk Vest og atkvæðagreiðslu. Það er mat formanns samninganefndar félagsins að lengra hafi ekki verið hægt  að komast án átaka. Nú er það sjómanna að greiða atkvæði um samninginn, verði hann samþykktur tekur hann gildi frá 1. júní 2016, en verði hann felldur munu sjómenn í Verk Vest væntanlega greiða atkvæði um boðun verkfalls í haust.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31