A A A
  • 1982 - Kristján Fannar Ragnarsson
14.07.2016 - 22:35 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Skarðið heitir Heiðarskarð en ekki Kvennaskarð

Á þessari mynd er horft inn Haukadal í Dýrafirði. Kollurinn til vinstri á myndinni er Kaldbakur, hæsta fjall Vestfjarða, en fjallsgnípan til hægri er Kolturshorn.
Á þessari mynd er horft inn Haukadal í Dýrafirði. Kollurinn til vinstri á myndinni er Kaldbakur, hæsta fjall Vestfjarða, en fjallsgnípan til hægri er Kolturshorn.

Það er nóg að gera hjá björgunarsveitunum okkar þessa dagana. Í morgun mátti lesa eftirfarandi frétt á mbl.is:


„Er­lend­ur ferðamaður hafði sam­band við Neyðarlín­una um þrjú­leytið í nótt. Maður­inn var fast­ur í snjó í Kvenna­sk­arði við Kald­bak, en þar um ligg­ur veg­slóði yfir í Arn­ar­fjörð. Björg­un­ar­sveit­in Dýri á Þing­eyri kom mann­in­um til aðstoðar og losaði hann úr snjón­um og hélt hann áfram för sinni að því loknu.“

...
Meira
14.07.2016 - 22:24 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Handverkshópurinn Koltra í góða veðrinu: - Engar vörur sko hjá þeim Made in China!

Gunnhildur Elíasdóttir spíkar við annan vestanmanninn. Ljósm. BIBarinn.
Gunnhildur Elíasdóttir spíkar við annan vestanmanninn. Ljósm. BIBarinn.

Fyrir nokkru komu tíðindamenn New York Times og fleiri stórblaða þar vestra í kurteisisheimsókn til Dýrafjarðar eða þannig. Þeir komust náttúrlega ekki hjá að líta við hjá Handverskhópnum Koltru, en hann er heimskunnur í Dýrafirði sem kunnugt er og þó víðar væri leitað. Þar er meðal annars feikilegt úrval af smart og lekkeru prjónlesi af öllum tegundum. Öll sú vinna byggir á gömlum dýrfirskum merg og er rosalega flott hvernig sem á er litið.


    Ein Koltrukvenna, Gunnhildur Elíasdóttir, sat fyrir svörum þegar þeir vestanmenn dúkkuðu uppá. Sagði hún þeim aðspurð, skýrt og skorinort, að hjá Koltru væru sko engar vörur seldar undir merkinu Made in China. Og hananú!

...
Meira
14.07.2016 - 08:19 | Vestfirska forlagið,bb.is

Hlaupahátíð á Vestfjörðum: - Met þátttaka tvöfaldri Vesturgötu

Frá Vesturgötuhlaupi.
Frá Vesturgötuhlaupi.
« 1 af 3 »
Met þátttaka er í tvöfalda Vesturgötu í ár en leiðin var fyrst hlaupin árið 2006 og verður því hlaupin í ellefta sinn í ár. „Það gleður okkur sérstaklega mikið þar sem þátttaka hefur oft verið dræm. Þetta skemmtilega og krefjandi hlaup virðist vera að stimpla sig inn á meðal hlaupara af báðum kynjum,“ segir Guðbjörg Rós Sigurðardóttir, einn skipuleggjenda hlaupsins, í samtali við BB. Vesturgötuhlaupið er hluti af árlegri Hlaupahátíð á Vestfjörðum og hefst hún á föstudag og stendur fram á sunnudag. Dagskráin verður með sama sniði og undanfarin ár....
Meira
Veðurguðirnir léku við Vestfirðinga: 10-12 þúsund manns á landnámshátíð þeirra 12. %u2013 14. júlí 1974. Ljósm.: Ómar Ragnarsson.
Veðurguðirnir léku við Vestfirðinga: 10-12 þúsund manns á landnámshátíð þeirra 12. %u2013 14. júlí 1974. Ljósm.: Ómar Ragnarsson.
« 1 af 2 »

Landnámshátfð Vestfirðinga var haldin f Vatnsfirði um helgina, og þótti hún takast með afbrigðum vel. Glampandi sðl var allan tímann, og er talið, að 10—12 þúsund manns hafi verið á hátfðinni þegar mest var, að sögn fréttaritara Mbl. á Isaf irði.


Fólk fór að streyma til Vatnsfjarðar strax á föstudagskvöldið, en hátiðahðldin hófust ekki fyrr en á laugardaginn, nema hvað tónlist var leikin á föstudagskvöld til afþreyingar fólki, sem þá var komið á staðinn.


Dagskráin hófst á Iaugardagsmorgun með lúðrablæsti, en sfðan kom það atriði, sem mönnum þótti tilkomumest á hátíðinni, sigling vfkingaskips inn Vatnsdalsvatn. Fékk skipið góðan byr inn vatnið. Stóð Hrafna-Flöki þar fremstur, og sleppti hann hrafnsunga skömmu fyrir landtöku, en hann hafði veríð taminn til þessa atriðis. Flaug hann lágt yfir mannfjöldann

...
Meira
14.07.2016 - 07:44 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Ísafjarðarbær 150 ára - Öflugur þéttbýlisstaður og vel skipulagður

Frá Ísafirði. Ljósm.: BIB
Frá Ísafirði. Ljósm.: BIB
« 1 af 3 »
Jóna Símonía Bjarnadóttir forstöðumaður Safnahússins á Ísafirði fer á laugardagsmorgun, 16. júlí 2016, fyrir sögugöngu um Eyrina; það er gömlu byggðina á eyrinni við Skutulsfjörð. Segja má að það svæði skiptist í þrennt; það er Hæsta-, Mið- og Neðstakaupstað en á þessum slóðum eru áberandi hús sem eru byggð á 19. öldinni og þeirri 20. öndverðri. Í leiðangri þessum, hvar lagt verður upp frá svokölluðu Edinborgarhúsi við Hafnarstræti kl. 10, verða göturnar þræddar ein af annarri og greint frá ýmsum merkisstöðum og byggingum....
Meira
14.07.2016 - 07:27 | Vestfirska forlagið,Fréttablaðið

Forstöðumenn ríkisstofnana fá allt að 48 % hækkun launa

Hækkanirnar nú koma til eftir að forstöðumennirnir sjálfir eða ráðuneyti óskuðu eftir að launin yrðu hækkuð.
Hækkanirnar nú koma til eftir að forstöðumennirnir sjálfir eða ráðuneyti óskuðu eftir að launin yrðu hækkuð.
Laun forstöðumanna nokkurra ríkisstofnana hækka um tugi prósenta eftir nýja úrskurði kjararáðs. Hækkanirnar ná allt aftur til 1. desember 2014 og koma ofan á 7,15 prósenta almenna launahækkun sem tók gildi 1. júní.
Mest hækka laun Hjartar Braga Sverrissonar, formanns kærunefndar útlendingamála eða um 48 prósent að meðtalinni hinni  almennu launahækkun. Laun Hjartar hækka einnig afturvirkt frá 1. desember 2014, þegar nefndin tók til starfa.

Aðrar launahækkanir eru einnig afturvirkar, ýmist frá árinu 2015 eða ársbyrjun 2016.


...
Meira
13.07.2016 - 23:32 | Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Merkir Íslendingar - Hákon Bjarnason

Hákon Bjarnason.
Hákon Bjarnason.
Hákon fæddist í Reykjavík 13. júlí  1907, sonur dr. Ágústs H. Bjarnason, heimspekings, prófessors og háskólarektors, og k.h. Sigríðar Jónsdóttur, kennari við Kvennaskólann.

Ágúst var sonur Hákonar Bjarnasonar, kaupmanns á Bíldudal, og k.h., Jóhönnu Kristínar Þorleifsdóttur, en Sigríður var dóttir Jóns Ólafssonar, ritstjóra og alþingismanns, og Helgu Eiríksdóttur húsfreyju. Hálfbróðir Jóns, samfeðra, var Páll Ólafsson skáld.


Hákon var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún Magnúsdóttir og eignuðust þau eina dóttur, Ingu deildarstjóra. Þau slitu samvistum.


Síðari kona hans var Guðrún Bjarnason og eignuðust þau fjögur börn: Laufeyju kennara; Ágúst grasafræðing; Björgu flugfreyju og Jón Hákon, skógtæknifræðing og skrúðgarðyrkjumeistara.


Hákon lauk stúdentsprófi frá MR 1926, prófi í skógrækt frá Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1932, og stundaði framhaldsnám í Englandi og í Stokkhólmi.

...
Meira
13.07.2016 - 06:48 | Vestfirska forlagið,skutull.is

Samfylkingin heldur kjördæmisþing til að ákveða prófkjör

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir er alþingismaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir er alþingismaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi boðar til kjördæmisþings á morgun, fimmtudaginn 14. júlí 2016, til að ákveða aðferð við val á framboðslista. Fundað verður á þremur stöðum, í Menntaskólanum í Borgarbyggð, Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði og Samstöðusalnum á Blönduósi í gegnum tölvu til að gera fólki kleift að sækja þingið í sínu nærumhverfi. Stjórn kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi hefur samþykkt að leggja tillögu um lokað flokksval fyrir fundinn. Stjórn kjördæmisráðs hvetur alla félagsmenn til að mæta á fundinn á sínu svæði og taka þátt í undirbúningi og umræðum vegna komandi alþingiskosninga.

Tillaga stjórnar kjördæmisráðs Samfylkingarinnar:...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31