A A A
  • 1982 - Kristján Fannar Ragnarsson
08.07.2016 - 06:53 | skutull.is,Vestfirska forlagið

Ómar Smári teiknar útivistarkort af Skutulsfirði

Ómar Smári Kristinsson myndlistarmaður og útivistarmaður hefur teiknað og gefið út útivistarkort af Skutulsfirði og nágrenni. 
Á korstinu eru merktar fjölbreyttar gönguleiðir í Skutulsfirði og nágrenni, svo sem upp af Engidal, Dagverðardal og Seljalandsdal og upp í Naustahvilft og upp á Gleiðarhjalla. Þá eru helstu örnefni í Skutulsfirði merkt inn á kortið. 
Á bakhliðinni er kort sem nær frá Álftafirði og vestur í Önundarfjörð sem sýnir gamlar og nýjar gönguleiðir um heiðar og fjöll.

Hægt er að nálgast útivistarkortið ókeypis í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og á fleiri stöðum....
Meira
Ferðamenn farið heim, flóttamenn velkomnir! Ljósm. af ruv.is
Ferðamenn farið heim, flóttamenn velkomnir! Ljósm. af ruv.is

Spyrja má hvort það sé draumur Vestfirðingsins að sjá ekkert nema ferðamenn allan ársins hring. Vilja menn að Vestfirðir verði Mallorca norðursins? Leggja niður alla frumatvinnuvegi og snúa sér að því að vera bugtandi ferðaþjónar? Vera má að sumir telji það eftirsóknarvert. Ferðamennska upp að vissu marki er trúlega af hinu góða. En eftirfarandi frétt á ruv.is er mikið umhugsunarefni: 


„Gríðarleg fjölgun ferðamanna á Miðjarðarhafseynni Mallorca veldur íbúunum áhyggjum. Aukin hætta á hryðjuverkum í Norður-Afríku og Tyrklandi hefur orðið til þess að ferðamönnum á Mallorca hefur fjölgað um milljón frá því í fyrra, þegar 8,8 milljónir ferðamanna komu til eyjarinnar.

...
Meira
07.07.2016 - 19:53 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

"Elskan mín, minna svaf ég."

Elís Kjaran og Hallgrímur Sveinsson.
Elís Kjaran og Hallgrímur Sveinsson.
« 1 af 2 »

Eftirfarandi þáttur er úr viðtali við Elís Kjaran í frá Bjargtöngum að Djúpi nýr flokkur 6. bindi, þar sem fjallað er um 100 ára afmæli Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar og co hf. Er rifjaður upp til að lífga lítils háttar upp á tilveruna í góða veðrinu.


     "Þú manst vel eftir Guðmundi Tómassyni."


     "Já, "elskan mín", það er nú líkast til."

...
Meira
Frá vinstri. Gylfi Þ. Gíslason, Jón Baldvin og Hannibal Valdimarsson. Ljósm. heimur.is.
Frá vinstri. Gylfi Þ. Gíslason, Jón Baldvin og Hannibal Valdimarsson. Ljósm. heimur.is.
« 1 af 2 »

Jón Baldvin Hannibalsson er einn af okkar merkustu stjórnmálamönnum. Í bókinni Tilhugalíf, kaflar úr þroskasögu stjórnmálamanns, sem Kolbrún Bergþórsdóttir tók saman og Vaka Helgafell gaf út 2002, kennir ýmissa grasa úr lífshlaupi þessa vestfirska stjórnmálamanns og eiginkonu hans, Bryndísar Schram. Bók þessi er með afbrigðum skemmtileg. Er vel við hæfi að vitna nokkuð í hana nú á þessu kosningasumri.


   Í bók sinni segir Jón Baldvin margt af föður sínum, Hannibal. Ýmislegt kemur þar á óvart. Á bls. 222 gerir hann samanburð á þeim vopnabræðrum um skeið, Hannibal og Lúðvík Jósepssyni. Jón Baldvin segir:

...
Meira
07.07.2016 - 06:57 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Sjónvarpspistill: - Hvers vegna ekki meira af slíku?

Ási í Bæ.
Ási í Bæ.
« 1 af 2 »
Það er merkilegt þetta blessaða Sjónvarp okkar. 
Stundum getur það komið manni algjörlega í opna skjöldu. Sjáið til dæmis þáttinn um hann Ása í Bæ í gærkvöld, Ástgeir Kristinn Ólafsson, í þáttaröðinni Íslendingar. Dagskrárefni úr safni RÚV, umsjón og dagskrárgerð: Andrés Indriðason sem hefur verið sjónvarpinu dýrmætur starfsmaður í gegnum tíðina. Einfaldlega ljómandi þáttur fyrir allt venjulegt fólk! Þetta hefur verið stórkostlegur maður hann Ási í Bæ. Það merkilega er að það hafa verið margir slíkir karakterar í öllum sjávarbæjum á Íslandi. Og í sveitum landsins. Auðvitað á Sjónvarpið að gera meira af slíku. Draga fram þá persónuleika sem eru hvarvetna í kringum okkur. Nógur er efniviðurinn....
Meira
Bernharður M. Guðmundsson (1936-2015) Ljósm.: Hafdis Elva Kristrúnardóttir.
Bernharður M. Guðmundsson (1936-2015) Ljósm.: Hafdis Elva Kristrúnardóttir.
Bernharður Marsellíus Guðmundsson fæddist í Ástúni, Ingjaldssandi 7. júlí 1936. Hann lést á heimili sínu á Sævangi, Dýrafirði, 17. júní 2015 og var jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju, mánudaginn 29. júní 2015.

Foreldrar Bernharðs voru Guðmundur Bernharðsson, f. 10. nóvember 1899 í Hrauni, Ingjaldssandi, d. 18. nóvember 1989, og Kristín Jónsdóttir, f. í Grunnavík 21. júní 1901, d. 15. nóvember 1969. Systkini Bernharðs eru: Finnur Hafsteinn, f. 20. júlí 1926, d. 6. ágúst 1997, Ásvaldur Ingi, f. 20. september 1930, Sigríður Kristín, f. 5. mars 1932, og Þóra Alberta, f. 31. mars 1942.


Bernharður var kvæntur Guðrúnu Hansínu Jónsdóttur, f. 8. september 1938. Þau eignuðust þrjú börn og fósturdóttur: 

...
Meira
07.07.2016 - 06:34 | Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Merkir Íslendingar - Benedikt Gröndal

Benedikt Gröndal.
Benedikt Gröndal.
Benedikt fæddist á Hvilft í Önundarfirði 7. júlí 1924. Foreldrar hans voru Sigurður Gröndal, rithöfundur, yfirkennari í Reykjavík og hótelsjóri að Valhöll á Þingvöllum og k.h., Mikkelína María Sveinsdóttir húsfreyja.

Sigurður var sonur Benedikts Gröndal, skálds og skólastjóra, af Presta-Högna ætt, og Sigurlaugar Guðmundsdóttur, en Mikkelína María var dóttir Sveins Árnasonar, bónda í Hvilft í Önundarfirði, og Rannveigar Hálfdánardóttur, systur Örnólfs í Skálavík, afa Haraldar J. Hamar ritstjóra.


Meðal sex systkina Benedikts má nefna Halldór Gröndal sóknarprest og Gylfa Gröndal rithöfund.


Kona Benedikts var Heidi Jaeger Gröndal húsfreyja sem lést 2012 og eignuðust þau þrjá syni, Jón, Tómas og Einar.

...
Meira
Þorvaldur Veigar Guðmundsson.
Þorvaldur Veigar Guðmundsson.
Þorvaldur Veigar fæddist í Alviðru í Dýrafirði 15. júlí 1930. Hann lést 20. júní 2016.

Foreldrar hans voru hjónin Helga Þóroddsdóttir húsfreyja, f. 24. október 1905, og Guðmundur Helgi Guðmundsson, sjómaður og síðar símavörður, f. 27. apríl 1897. Systur Þorvaldar voru Sólveig, f. 23. september 1928, d. 4. janúar 1930, og Ragnheiður Ósk, f. 24. október 1937, d. 11. febrúar 2015.


Árið 1958 kvæntist hann Birnu Friðriksdóttur, f. á Húsavík 5. maí 1938. Foreldrar Birnu voru hjónin Gertrud Estrid Elise Friðriksson, f. Nielsen 15. febrúar 1902, og sr. Friðrik A. Friðriksson, sóknarprestur og prófastur, f. 17. júní 1896.


Börn Þorvaldar Veigars og Birnu eru: 1) Helga, f. 9. nóvember 1958. Maki Douglass Turner, f. 9. janúar 1955. Þeirra börn: a) Anna Birna, f. 13. ágúst 1996, b) Dylan Veigar, f. 11. febrúar 2000. 2) Sólveig, f. 1. júní 1961. Maki Valgeir Ómar Jónsson, f. 23. júlí 1955. 3) Arndís Björg, f. 19. nóvember 1973. Maki Geir Fenger, f. 29. desember 1981. Þeirra börn: a) Birna Rún, f. 23. september 2006, og Alma, f. 22. mars 2009.


Fyrstu sex æviárin bjó Veigar í Alviðru en þá fluttist fjölskyldan til Flateyrar og ári síðar til Ísafjarðar. Barnaskólaárin var hann öll sumur hjá afa sínum og ömmu í Alviðru. Eftir landspróf lá leið hans til Reykjavíkur. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1951 og embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1959. Á námsárunum stundaði hann einnig sjómennsku, bæði á síldarbátum og togurum.

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31