Þorvaldur Veigar Guðmundsson.
Þorvaldur Veigar fæddist í Alviðru í Dýrafirði 15. júlí 1930. Hann lést 20. júní 2016.
Foreldrar hans voru hjónin Helga Þóroddsdóttir húsfreyja, f. 24. október 1905, og Guðmundur Helgi Guðmundsson, sjómaður og síðar símavörður, f. 27. apríl 1897. Systur Þorvaldar voru Sólveig, f. 23. september 1928, d. 4. janúar 1930, og Ragnheiður Ósk, f. 24. október 1937, d. 11. febrúar 2015.
Árið 1958 kvæntist hann Birnu Friðriksdóttur, f. á Húsavík 5. maí 1938. Foreldrar Birnu voru hjónin Gertrud Estrid Elise Friðriksson, f. Nielsen 15. febrúar 1902, og sr. Friðrik A. Friðriksson, sóknarprestur og prófastur, f. 17. júní 1896.
Börn Þorvaldar Veigars og Birnu eru: 1) Helga, f. 9. nóvember 1958. Maki Douglass Turner, f. 9. janúar 1955. Þeirra börn: a) Anna Birna, f. 13. ágúst 1996, b) Dylan Veigar, f. 11. febrúar 2000. 2) Sólveig, f. 1. júní 1961. Maki Valgeir Ómar Jónsson, f. 23. júlí 1955. 3) Arndís Björg, f. 19. nóvember 1973. Maki Geir Fenger, f. 29. desember 1981. Þeirra börn: a) Birna Rún, f. 23. september 2006, og Alma, f. 22. mars 2009.
Fyrstu sex æviárin bjó Veigar í Alviðru en þá fluttist fjölskyldan til Flateyrar og ári síðar til Ísafjarðar. Barnaskólaárin var hann öll sumur hjá afa sínum og ömmu í Alviðru. Eftir landspróf lá leið hans til Reykjavíkur. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1951 og embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1959. Á námsárunum stundaði hann einnig sjómennsku, bæði á síldarbátum og togurum.
...
Meira